Viljum vera í fremstu röð og getum það!
28. apríl, 2022

Undanfarin tvö ár hefur Vestmannaeyjabær verið í fyrsta sæti í þjónustukönnun Gallup meðal 20 stærstu sveitarfélaganna þegar kemur að þjónustu við barnafjölskyldur. Af því er ég stolt og það er mikilvægt að halda áfram á þeirri braut.
Skólar og leikskólar eru „vinnustaðir“ barna okkar í allt að 14 ár. Mikil umræða hefur verið undanfarin ár um lestur og læsi barna að loknum grunnskóla. Læsi kemur okkur öllum við og er á ábyrgð okkar allra. Læsi er lykill að öllu námi. Það að geta lesið sér til gagns er undirstaða þess að geta tekið virkan þátt í lýðræðissamfélagi.

Leik- og grunnskólinn er það jöfnunartæki sem við höfum til að nesta alla nemendur út í lífið með jöfn tækifæri. Ég veit að það er keppikefli allra að börnin okkar nýti skólaárin sem best og fái bestu mögulegu menntun. En það er einhverstaðar pottur brotinn, því við erum ekki að nesta alla nemendur jafn vel út í lífið eftir sína skólagöngu. Þar hallar sérstaklega á drengi. Við getum gert betur sem samfélag og læsi og lestur er ekki bara á ábyrgð foreldra og kennara, þetta kemur okkur öllum við.
Staða menntunar í víðu samhengi er svo sannarlega á dagskrá, enda ein mikilvægasta undirstaðan í velmegun samfélagsins og velgengni einstaklinganna. Við höfum alltaf tækifæri til að gera betur. Hlúa að mannauðnum í skólasamfélaginu, leita leiða að nýrri nálgun í samvinnu og sátt, nemendum og okkur öllum til heilla.
Við þurfum að þora að fara nýjar leiðir og já, það þarf að fylgja fjármagn. Þar höfum við stigið stór skref á þessu kjörtímabili.

“Kveikjum neistann“ í Vestmannaeyjum
Fyrsta þróunar- og rannsóknarverkefnið, sem nýtt Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar ræðst í, er verkefnið “Kveikjum neistann“ og fer það fram í Grunnskóla Vestmannaeyja. Þetta er verkefni um að bæta árangur og líðan nemenda og er undir stjórn Hermundar Sigurmundssonar prófessor á menntavísindasvið HÍ. Vestmannaeyjabær er þátttakandi í verkefninu bæði fjárhagslega og faglega. Skólasamfélagið okkar, starfsfólk á bæjarbókasafninu og fleira fagfólk er að vinna af áhuga og dugnaði að þessu verkefni. “Kveikjum neistann“ er að vekja verðskuldaða athygli enda gríðarlega spennandi fyrir margra hluta sakir. Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu og ég efast ekki um að það mun hafa áhrif til góðs fyrir nemendur og skólasamfélagið allt.

Gjaldfrjáls leikskóli frá 12 mánaða aldri á kjörtímabilinu
Þá hefur Vestmannaeyjabær sett sér það markmið að miða við 12 mánaða aldur við inntöku í leikskóla. Í því felast áskoranir þegar sú jákvæða þróun er hér í Eyjum að börnum er að fjölga. Við viljum stefna að gjaldfrjálsum leikskóla frá 12 mánaða aldri á kjörtímabilinu. Þetta yrði gert í þremur skrefum og fyrsta skrefið tekið strax í haust með því að fella niður gjöld fyrir börn á 5 ára deildinni. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og nú þarf að stíga það skref að það fylgi grunnskólanum varðandi gjaldtöku. Samhliða gjaldfrjálsum leiksskóla þarf að taka samtal við forráðamenn um að stytta vinnudag barnanna í takt við vinnutímastyttingu þeirra.

Við viljum gera enn betur!
Hér í Vestmannaeyjum höfum við undanfarin 3 ár lagt mikla áherslu á snemmtæka íhlutun og fá leikskólar bæjarins fjármagn í því skyni, sem er ekki tengt greiningum heldur er hugsað til að grípa og aðstoða nemendur strax, byggt á skimunum eða mati kennara. Það er mikilvægt því tíminn vinnur ekki með ungum nemendum í leikskóla sem þurfa að bíða eftir sérhæfðri aðstoð. Aukin áhersla er í leikskólunum á að efla enn frekar málþroska og orðaforða barna sem er mjög þarft. Þetta er að skila sér í betri árangri og glaðari börnum!
Hér í Vestmannaeyjum tókum við líka ákvörðun um að tækjavæða grunnskólann og hefur það verkefni verið í gangi í tæp 3 ár og mun ljúka á næsta ári. Sérstakur verkefnastjóri er yfir spjaldtölvuinnleiðingu Grunnskóla Vestmannaeyja sem skiptir miklu máli því það þarf að fylgja eftir slíkri innleiðingu. Markmiðið um eitt tæki á hvern nemanda náðist núna í febrúar. Sýnir könnun sem gerð var meðal nemenda að þeim gengur vel að tileinka sér tæknina í námi og verkefnin eru fjölbreyttari. Verið er að undirbúa nemendur fyrir „heim“ tækninnar. Mikilvægt er að áfram verði verkefnastjóri í grunnskólanum sem stýri vinnunni inn í framtíðina.
Margt hefur verið gert á kjörtímabilinu í fræðslumálum. Má þar nefna sem dæmi að leikskólagjöld hafa verið fryst öll árin til að ná því markmiði að vera með samkeppnishæf gjöld samanborið við önnur sveitarfélög, en þau höfðu áður verið í hærri kantinum hjá okkur.
Einnig var stofnaður þróunarsjóður leik- og grunnskóla og verða styrkir þessa árs afhentir í dag, 1. maí. Mörg frábær verkefni hafa fengið styrk úr sjóðnum, m.a. verkefnið „Út fyrir bókina“ sem einnig hlaut menningarverðlaun SASS árið 2020.
Skólalóðirnar hafa tekið stakkaskiptum og er frábært að sjá hvað vel hefur tekist til við endurbætur á þeim, enda var löngu kominn tími til. Nýjasta viðbótin er ungbarnaleiksvæði á Kirkjugerði og slíkt svæði verður einnig gert við leikskólann Sóla.

Horfum til framtíðar
Ný framtíðarsýn um áherslur í menntamálum hefur verið i vinnslu og víðtæk vinna verið í gangi. Haldnir voru vinnufundir með starfsfólki leik- og grunnskóla, nemendum, foreldrum og öðrum áhugasömum bæjarbúum og eru áherslurnar unnar út frá niðurstöðum þeirra funda. Gildi framtíðarsýnarinnar verða ÁHUGI-SAMVINNA-ÁRANGUR.
Umgjörðina utan um allt skólastarfið þarf sífellt að vera að bæta. Tekin hefur verið ákvörðun um að byggja við Hamarsskólann þannig að þar rúmist tónlistarskólinn og frístundaverið með 5 ára deildinni og yngsta stigi grunnskólans. Einnig verður í byggingunni fjölnota salur sem mikil þörf er á. Forhönnun viðbyggingarinnar er í gangi og áætlað að bjóða út stækkunina á þessu ári. Huga þarf að byggingu nýs leikskóla á næsta kjörtímabili til að mæta þeirri fjölgun barna sem er fyrirséð í Eyjum.
Í Vestmannaeyjum er mikill kraftur og metnaður í öllu skólasamfélaginu. Stefnt er að því að verða í fremstu röð og vera óhrædd við að fara nýjar leiðir að því markmiði. Við viljum gera enn betur! En þetta er ekki hægt án alls þess mannauðs og áhuga sem er í skólunum; og hjá foreldrum og samfélaginu öllu sem hafa tekið höndum saman og sett öflugt skólastarf í forgang!

Það skiptir líka máli að þeir sem taka ákvarðanir um stefnu í fræðslumálum hafi metnað fyrir hönd skólanna og skilning á mikilvægi þeirra. Og sýni það í verki.

Betri Eyjar – fyrir alla!

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri
Höfundur skipar 3. sæti á lista og er bæjarstjóraefni Fyrir Heimaey.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Fors 10 Tbl 2025
10. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.