Ráðherra vill að óbyggðanefnd endurskoði afstöðu sína

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún endurskoði afstöðu sína vegna kröfu ríkisins í Vestmannaeyjar.

Þetta kemur fram í aðsendri grein ráðherrans á Vísi. Þar segir Þórdís fréttir síðustu daga hafa bent til þess að hún hafi persónulega ákveðið að sölsa undir sig eyjar á Breiðafirði, Vestmannaeyjar, Grímsey og fleiri eyjar í kringum Ísland.

„Ég skil að mörgum hafi brugðið og því er rétt að taka af allan vafa strax: Hvorki ég né ríkið höfum það að markmiði að sölsa undir okkur eyjar landsins sem eru í einkaeigu. Kjarni málsins er að verið er að framfylgja skrefi 17 af 17 samkvæmt lögum frá árinu 1998 sem að þvert á móti snýst um að eyða óvissu um eignarréttindi lands.“

Nýjustu fréttir

Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.