Símon �?ór Sigurðsson, ungur Eyjapeyi kom við á ritstjórn Eyjafrétta og var mikið niðri fyrir. Hann vildi koma á framfæri spurningu til bæjarstjóra Vestmannaeyja, Elliða Vignissonar. �??Er hægt að fá umferðarljós á gatnamót Heiðarvegs og Kirkuvegs?�?? var spurningin sem hann vildi setja fram. Sjálfur hafði hann orðið vitni að árekstri á gatnamótunum í síðustu viku þegar hann var að hjóla í nágranninu.
Gatnamótin sem um ræðir eru líklega í dag þau hættulegustu í Vestmannaeyjum í dag og fjölmargir árekstrar verða þar á hverju ári, sumir mjög harðir. Oftar en ekki er það vegna þekkingarleysis en stöðvunarskylda er á Heiðarvegi. Nú er búið að koma spurningunni á framfæri og boltinn hjá bæjarstjóranum.