Tjöldunin í gær í Herjólfsdal tókst vel eins og í fyrra en þá var ákveðið að skipuleggja uppákomuna og jafna þannig leikinn. Enginn fékk að velja sér stæði fyrr en 17:28 þegar starfsmenn sem hafa verið að vinna í Herjólfsdal fengu forskot á hina sem biðu prúðir. Á slaginu 17:30 hljóp hersingin svo af stað og ekki var að sjá annað en flestir hafi verið sáttir við það stæði sem þeir fengu. Í dag er svo skipulag hvenær hver gata fyrir sig á að koma með súlurnar inn í Herjólfsdal.