Verkefnið ,,Viltu hafa áhrif” er verkefni á vegum Vestmannaeyjabæjar þar sem markmiðið er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum.
Verkefnið gefur fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að koma hugmyndum sínum á framfæri og hafa áhrif á fjárhagsáætlun hlutaðeigandi árs. Í ár fengu 13 hugmyndir styrk, þar af hugmyndin um að smíða bekk með hjarta og staðsetja í bænum. Meðfylgjandi mynd sýnir afrakstur verkefnisins.
Virkilega skemmtilegt og vel heppnað verkefni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst