Boðið verður upp á 12-spora hópastarf í Landakirkju í vetur. Við köllum okkur vini í bata og vinnuna köllum við Andlegt ferðalag. Þetta er fyrir alla sem vilja vinna með tilfinningar sínar af einlægni og kynnast sjálfum sér og Guði betur.
Kynningarfundur verður mánudaginn 16. september kl. 18:30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Fyrstu þrír fundirnir eru opnir öllum til þess að kynnast starfseminni og reyna aðferðina. Eftir það eru myndaðir svokallaðir fjölskylduhópar og ekki bætt fleirum við.
Áhersla er lögð á nafnleynd, trúnað og traust. Nánari upplýsingar um þessa vinnu er á heimasíðu vina í bata www.viniribata.is Við notum vinnubók sem heitir Tólf sporin Andlegt ferðalag, hún fæst í bókabúðinni.
Allir velkomnir.
Vinir í bata Vestmannaeyjum



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.