Vinnustofur fyrir myndlistafólk, ljósmyndara og handverksfólk
5. apríl, 2019
Strandvegur 30 hýsir meðal annars verslun Miðstöðvarinnar

Bæjarráði barst bréf frá Lista- og menningarhópi Vestmannaeyja dags. 28. mars sl., þar sem óskað er eftir því að fá til leigu hluta af húsnæði Vestmannaeyjabæjar að Strandvegi 30, efri hæð, undir vinnustofur.

Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja er nýstofnað og er hlutverk þess að efla lista- og menningarlíf í Eyjum og starfa sem einskonar regnhlífarsamtök um hagsmuni félagsmanna. Félagið er opið öllu lista- og menningarfólki í Vestmannaeyjum sem hefur áhuga á að eiga aðild að því. Öllum félagsmönnum verður boðið að vera með á þeim sýningum og gjörningum sem félagið mun standa fyrir.

Félagið hyggst starfrækja vinnustofur í húsnæðinu fyrir myndlistarfólk, ljósmyndara og handverksfólk. Samkvæmt lauslegu mati þarf félagið um 400 fermetra rými undir vinnustofurnar. Kostirnir við umbeðið húsnæði er staðsetning þess, stærð og gerð rýmisins.

Bæjarráð samþykkti erindi Lista- og menningarfélags Vestmannaeyja. Framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og framkvæmdastjóra umhverfis- og tæknisviðs var falið að ljúka gerð samkomulags við félagið um umrætt húsnæði.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.