Vissi alla tíð að hún hafði fæðst í röngum líkama
Anna Kristjánsdóttir á sér merka sögu og þekkir mótlæti mörgum betur. Bæði í uppvexti og á fullorðins árum þegar hún stígur það stóra skref að skipta um kyn. Nú er saga hennar komin á bók sem hún kynnti í Sagnheimum í hádeginu á sunnudaginn. Eins og á aðra viðburði Safnahelgar var aðsókn góð.
�?að er Guðríður Haraldsdóttir sem skráir sögu �?nnu og í kynningu segir: �??Frá bernsku vissi Anna K. Kristjánsdóttir að hún hefði fæðst í röngum líkama en neitaði lengi að horfast í augu við það. Hún fór ung á sjóinn, lærði til vélstjóra og stofnaði fjölskyldu. Hún lék hlutverk hins harða sjómanns þar til hún gat ekki meira. Magnað lífshlaup í forvitnilegri bók.�??
Anna rakti sögu sína á sunnudaginn þar sem m.a. kom fram að hún ólst upp á miklu óregluheimili og hún rakst á mörg horn í skóla. Hún lét það ekki stoppa sig, fór ung á togara og náði sér í vélstjórnarréttindi. Bjó um tíma í Vestmannaeyjum með fjölskyldu sinni og var þá vélstjóri í Vestmannaey VE.
Hún ákveður svo að stíga skrefið stóra og Kristján Kristjánsson verður Anna K. Kristjánsdóttir. �?etta vakti mikla athygli og verður fróðlegt að lesa sögu hennar. Margir Eyjamenn þekktu Stjána vélstjóra en nú gefst þeim tækifæri á að kynnast henni �?nnu með því að lesa bókina.

Nýjustu fréttir

Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.