Vöruhúsið opnar í Vöruhúsinu
27. febrúar, 2024

Anton Örn og RóbertNýr veitingastaður í Vöruhúsinu

::Ætla að bjóða léttan og góðan mat á sanngjörnu verði 
::Þakklát fyrir jákvæð viðbrögð 

Nýr veitingarstaður verður opnaður að Skólavegi 1 þegar líður að sumri. Þeir Anton Örn Eggertsson og Róbert Agnarsson standa á bakvið staðinn ásamt fjölskyldu sinni. Eyjafólk sem fylgst hefur með framkvæmdum hefur velt fyrir sér um hverskonar stað verði að ræða. Til að svara þeirri spurningu tókum við því púlsinn á Antoni Erni um stöðu framkvæmda og hvað veitingarstaðurinn muni bjóða upp á. 

Anton Örn, Hildur Rún, Helga Dögg og Hinrik Eddi.


Róbert og Sigrún Ósk ásamt barnabörnum. Hinrik Eddi og Helga Dögg í fangi. Í fremri röð eru þær Camila Mora Tabares og Sophia Mora Tabares.

Anton er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Hann er trúlofaður Hildi Rún Róbertsdóttur og saman eiga þau tvö börn, Helgu Dögg og Hinrik Edda. Róbert Agnarsson er tengdafaðir Antons og saman standa þeir á bakvið veitingarstaðinn. Róbert er giftur Sigrúnu Ósk Ómarsdóttur og saman eiga þau þrjár uppkomnar dætur. „Það er ekkert smá verk að opna og reka svona stað og erum við mjög heppnir að við eigum mjög marga góða að til þess að aðstoða okkur“ segir Anton. 

 Í bransanum í 15 ár 

Anton hefur mikla reynslu af veitingariðnaðinum og hefur starfað við hann í að verða 15 ár. „Ég byrjaði hjá Helgu og Arnóri bakara, flutti svo til Reykjavíkur 18 ára og vann þar næstu árin á ýmsum veitingastöðum ásamt því að vera með veislur og vinna á bakvið tjöldin í upptökum á matreiðsluþáttum hans Eyþórs Rúnarssonar á Stöð 2. Árið 2016 flytjum við Hildur út til Spánar og vann ég þar sem yfirkokkur á veitingarstað þar til við flytjum heim til Eyja. Þá byrja ég á GOTT og fæ einn besta skólann í veitingabransanum frá Sigga og Berglindi og síðan opnum við saman Pítsugerðina fljótlega eftir það.“ 

Tími til að standa á eigin fótum 

Fyrir sitt leyti segir Anton að honum hafi fundist vera tími til kominn að standa á eigin fótum og vantaði nýja áskorun í starfi. „Okkur bauðst þetta húsnæði og það heillaði mikið þrátt fyrir gríðarlega miklar framkvæmdir sem við erum í núna.“
Mikil vinna hefur farið í að koma staðnum í stand og segir Anton að búið sé að taka allt eldhússvæðið í gegn, alla fleti í rýminu til dæmis veggi, loft og gólf sem er heljarinnar verk. „Gísli Ingi og hans menn eru búnir að vera aðstoða okkur með það. Í veitingasalnum liggur aðeins minni vinna, þar eru heilir veggir og loft og þurfum við bara koma gólfefni á, taka salernin í gegn, smíða bar og bekki, ekkert svo mikið.“ 

Staðsett í sögufrægu húsi 

Staðurinn er í mjög merkilegu og sögufrægu húsi og mun staðurinn heita Vöruhúsið eins og húsið hefur oftast verið kallað í gegnum tíðina. 

Stefnan er að því að vera mjög fjölbreyttur staður. „Við verðum með léttan og góðan hádegisseðil sem er tilvalið að grípa með sér eða borða á staðnum. Síðan með haustinu munum við bjóða upp á hádegishlaðborð, kaffi og kökur með því. Á kvöldin verður stærri matseðill í boði og er markmiðið að allir geti fundið sér eitthvað við hæfi, hvort sem það eru hamborgarar, pítsur, pastaréttir eða aðrir réttir. Við verðum svo auðvitað með ljúffenga barnarétti.“ 

Anton segir nokkrar ástæður fyrir því að þau völdu að fara þessa leið. „Við teljum að það sé klárlega eftirspurn fyrir þessum mat hér í Eyjum og við vildum opna stað þar sem við getum boðið upp á góðan mat á sanngjörnu verði.“ Þegar kemur að þjónustu er stefna þeirra að bjóða upp á létta og persónulega þjónustu við viðskiptavini. 

Stefna á opnun fyrir sumar 

Stefna þeirra er að opna fyrir sumarið en vonandi fyrr ef allt gengur upp. Að lokum vilja þau þakka kærlega fyrir viðbrögð Vestmannaeyinga fyrir staðnum. „Það er gaman að heyra spennuna og jákvæðnina í öllum. Síðan vil ég þakka peyjunum í Miðstöðinni kærlega fyrir alveg framúrskarandi þjónustu, þeir eru búnir að þola mjög margar skrítnar fyrirspurnir frá okkur og þeir eyða tímunum saman að finna svör og alltaf gert með brosi á vör, alvöru þjónusta þar á ferð“. 

Myndir frá framkvæmdum

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst