Þetta er fyrirsögn á grein sem Ragnar Óskarsson skrifar í Eyjafréttir. Ég bæði vonaði og hélt að hann ætti við Sparisjóðinn og ábyrgðarmenn hans. Þ.e.a.s. að Sparisjóðurinn ætlaði að greiða ábyrgðarmönnum sínum aftur það fé sem Sparisjóðurinn gabbaði út úr þeim. Sparisjóðurinn tapaði því öllu og fjórum sinnum þeirri upphæð á innan við ári. Það hefur ekki farið mjög hátt, en það eru tugir heimila hér í Eyjum sem eru í raun gjaldþrota eða stórskuldugar vegna Sparisjóðsins. Þökk sé Ragnari og öðrum stjórnendum Sparisjóðsins.