0.71% af störfum á vegum íslenska ríkisins eru í Vestmannaeyjum - 125 talsins
2. nóvember, 2009
Stöðugildi á vegum íslenska ríkisins, eru samtals 125 í Vestmannaeyjum. Þetta kom fram í svari fjármálaráðherrra, við fyrirspurn frá Unni Brá Konráðsdóttur á Alþingi í dag. Heildarfjöldi stöðugilda hjá íslenska ríkinu er 17.701. Í Vestmannaeyjum eru því 0.71% af opinberum störfum. Íbúar hér eru 1.33% af heildaríbúafjölda landsins.