Fyrsti maí – einnig kallaður verkalýðsdagurinn – er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Í Eyjum fögnum við 1. maí í Akóges og minnumst þess að í ár eru 50 ár
liðin frá Kvennafrídeginum og mun dagurinn taka mið af því. Húsið opnar kl. 14:00 og verður tekið á móti börnum á öllum aldri með andlitsmálningu og blöðrum.
Allir fá „Hölluklút“ um hálsinn. Ávarp, kaffi vöfflur og fleira á boðstólum. Konur úr kvennakór Vestmannaeyja flytja nokkur lög. Tónlistarveisla frá Tónlistarskóla Vestmannaeyja sem sér að vanda um tónlistarflutninginn. Allir eru velkomnir.
Í tilefni af verkalýðsdeginum gaf Drífandi stéttarfélag út veglegt blað sem fylgir Eyjafréttum og verður dreift víða. Einnig má nálgast blaðið hér.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst