
Skipstjóri á Vestmannaey frá upphafi hefur verið Birgir Þór Sverrisson og sló heimasíðan á þráðinn til hans og spurði hverju mætti þakka þennan ágæta árangur sl. 11 ár. „Ég veit það ekki, en ugglaust má nefna ýmsa samverkandi þætti. Það hefur ávallt verið lögð áhersla á að nýta kvótann eins vel og kostur er á og einnig hefur verið kappkostað að fá sem hagstæðust verð fyrir aflann. Skipið hefur reynst frábærlega vel og áhöfnin er samhent og dugleg – það er varla hægt að hugsa sér betri mannskap. Fyrstu árin voru fiskverð stundum há en kvóti takmarkaður en eftir að Síldarvinnslan festi kaup á útgerðarfélaginu hefur meiri kvóti verið til ráðstöfunar og mikil fiskgegnd að undanförnu hefur hjálpað til. Við höfum ekki róið ofboðslega stíft en sannleikurinn er sá að við höfum fiskað fyrir tuttugu földu kaupverði skipsins á þessum 11 árum. Það er bara nokkuð gott. Fyrstu árin var aflaverðmæti gjarnan 750 til 800 milljónir á ári en nú hin síðari ár hefur það verið um milljarður. Eitt árið fórum við reyndar í 1.200 milljónir. Bergur – Huginn gerir einnig út systurskipið Bergey og aflinn hefur verið svipaður hjá þeim. Vestmannaey hóf veiðar í apríl 2007 en Bergey ekki fyrr en í ágúst þannig að ég reikna með að þeir rjúfi 10 milljarða múrinn seint á árinu,“ segir Birgir.
Vestmannaey og Bergey hafa verið að ýsuveiðum að undanförnu út af Ingólfshöfða og á Stokksnesgrunni. Samkvæmt venju var afli heldur tregur fram eftir júní en síðustu vikurnar hefur verið mok. „Ýsan fer alltaf að veiðast eftir að hún kemst í síldarhrognin,“ segir Birgir.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.