Hafa gefið út 517 leyfi til strandveiða

Strandveiðar hófust í vikunni og hafa 535 umsóknir um strandveiðileyfi borist frá því opnað var fyrir umsóknir síðast liðin fimmtudag og 517 leyfi verið gefin út. Þetta kemur fram í frétt á vef fiskistofu.

Umsóknir um strandveiðileyfi fyrir vertíðina 2023 eru nú í fyrsta skipti afgreidd í gegnum stafrænt umsóknakerfi Ísland.is.

Með þessari breytingu er þjónusta við strandveiðisjómenn bætt til muna þar sem kerfið er notendavænt sjálfsafgreiðslukerfi og leyfi afgreitt samstundis ef öll skilyrði eru uppfyllt. Áður gat tekið allt að tvo daga að fá útgefið leyfi og voru þau gefin út handvirkt og útgáfa háð opnunartíma stofnunarinnar.

Með breyttri og einfaldari framkvæmd leggur Fiskistofa mikla áherslu á að gögn varðandi eignarhald skips og útgerðar séu fullnægjandi og hefur útgáfa einhverra leyfa tafist vegna gagnaöflunar. Heilt yfir hefur þó afgreiðsla umsókna gengið mjög vel og án teljandi vandkvæða.

Nýjustu fréttir

Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.