1,2 milljarðar í veiðigjöld í Vestmannaeyjum
Mynd/Óskar Pétur Friðriksson

Fiskistofa birti á vef sínum í gær yfirlit yfir álagningu veiðigjalda. Samkvæmt því greiða útgerðir í Vestmannaeyjum tæplega 1,2 milljarða króna í veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2017/2018.

Af útgerðum í Eyjum greiðir Ísfélagið mest eða tæpar 349 milljónir, þá Vinnslustöðin með 321 milljón. Bergur-Huginn greiðir tæpar 229 milljónir og ÓS ehf sem gerir út Þórunni Sveinsdóttur VE 401 greiðir 109 milljónir.

Alls eru þau 27 útgerðarfélögin í Eyjum sem greiða veiðigjald. Í töflunni hér að neðan má sjá lista yfir þau.

Á landinu öllu greiðir HB Grandi langmest eða rúman milljarð. Samtals eru greiddir rúmir 11, 2 milljarðar króna í veiðigjöld fyrir fiskveiði árið 2017/2018.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.