15 smitaðir um borð í Herjólfi

Fimmtán er­lend­ir ferðamenn sem um borð voru í Herjólfi í gær greind­ust all­ir smitaðir af Covid-19. Ferðamenn­irn­ir fengu já­kvæðar niður­stöður úr sýna­töku er komið var í Heima­ey. Frá þessu er greint á mbl.is.

„Það voru farþegar í gær sem voru að ferðast frá Land­eyja­höfn til Vest­manna­eyja sem fengu sím­tal eft­ir að þeir komu til eyja um að þeir væru með já­kvæðar niður­stöður,“ staðfest­ir Hörður Orri Grett­is­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs í samtali við mbl.is.

„Við fáum í raun og veru bara upp­lýs­ing­ar frá lög­regl­unni í Vest­manna­eyj­um sem ann­ast þessa rakn­ingu og feng­um leiðbein­ing­ar frá henni. Þessi hóp­ur fór síðan yfir í Land­eyja­höfn aft­ur og þau sátu í rútu inni á bíla­dekki.“

Hörður seg­ir að ákveðnar vinnu­regl­ur séu til taks ef svona lagað kem­ur upp og gripið var til þeirra. „Við feng­um síðan upp­lýs­ing­ar um hvernig við ætt­um að haga okk­ur og hvað við þyrft­um að gera frá rakn­ing­ar­t­eym­inu.“

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.