19 ár eru liðin frá því karlalið ÍBV í knattspyrnu hampaði síðast bikarmeistaratitli. Líkt og í ár komst liðið í úrslitaleikinn í fyrra en þar þurftu Eyjamenn að sætta sig við 2:0 tap gegn Valsmönnum sem fögnuðu titlunum annað árið í röð. Að þessu sinni mun mótherji ÍBV á Laugardalsvellinum vera Íslandsmeistarar FH. Hafnfirðingarnir hafa átt nokkuð erfitt uppdráttar í deildinni í ár og hafa ekki verið að blanda sér í toppbaráttuna hingað til. Samhliða íslenska boltanum hafa FH-ingar verið á fullu í Evrópuboltanum í sumar en í síðustu viku féllu þeir úr leik gegn slóvensku meisturunum Maribor í forkeppni meistaradeildarinnar. Í kjölfarið fór FH í pottinn fyrir dráttinn í umspil riðlakeppni Evrópudeildarinnar en þar drógust þeir á móti portúgalska liðinu Braga og fer fyrri leikurinn fram 17. ágúst.
Eyjamenn hafa alls hampað titlinum fjórum sinnum
Eins og fyrr segir fóru Eyjamenn síðast alla leið og unnu bikarkeppnina 1998 en í heildina hefur ÍBV fjórum sinnum staðið uppi sem sigurvegari í þessari keppni, fyrst árið 1968. �?á mættu Eyjamenn 1. deildarliðinu KR b sem hafði slegið út �??Evrópuliðið�?? Val og aðallið KR, sem þá voru ríkjandi meistarar, áður en þeir mættu Eyjamönnum í sjálfum úrslitunum. Lokastaðan í úrslitaleiknum var 2:1 fyrir ÍBV og segir í blaðagreinum frá þessum tíma að sjaldan eða aldrei hafi gamla KR heppnin svikið liðið eins eftirminnilega. Segir jafnframt að �??heppnin�?? hafi gengið til liðs við ÍBV fyrir leikinn og tekið ástfóstri við Pál Pálmason, markvörð Eyjamanna, sem varði oft og tíðum frábærlega í leiknum.
Næsti bikarmeistaratitill kom einungis fjórum árum seinna en þá léku Eyjamenn við FH og var niðurstaðan sanngjarn sigur eins og flestir höfðu spáð fyrir leik. Hinn marksækni leikmaður Eyjaliðsins, Haraldur Júlíusson, gerði bæði mörk liðsins og var öflugur líkt og aðrir leikmenn liðsins. Var liðið í feiknar formi þetta tímabilið, endaði í öðru sæti deildarinnar og hampaði bikarmeistaratitli í nóvember með markatöluna 13:1.
Eftir níu ára bið leit næsti bikarmeistaratitill dagsins ljós árið 1981 en þá lögðu Eyjamenn sterkt lið Fram af velli sem þangað til hafði verið ósigrað í síðustu 13 leikjum í bikarkeppninni. Eftir að hafa verið 1:0 undir í hálfleik, sneru Eyjamenn taflinu við og skoruðu næstu þrjú mörk áður en Fram náði að klóra í bakkann. Bræðurnir Kári og Sigurlás �?orleifssyni voru atkvæðamiklir í leiknum en sá fyrrnefndi lagði upp bæði mörkin fyrir Sigurlás, sem áður hafði lagt upp mark fyrir �?órð Hallgrímsson sem skoraði með bylmingsskoti.
Laugardaginn 3. október 1998, 17 árum frá síðasta bikarmeistaratitli, fór bikarinn loksins aftur til Eyja. Lögðu Eyjamenn þá Leiftur með tveimur mörkum gegn engu og kórónuðu gott tímabil en áður höfðu þeir orðið Íslandsmeistarar. ÍBV lenti undir í leiknum en með mörkum frá Ívari Bjarklind og hinum 18 ára gamla varamanni Bjarna Geir Viðarssyni tókst Eyjamönnum að sigla sætum sigrinum í höfn.
Leið ÍBV í úrslitin:
32 liða úrslit: ÍBV 4:1 KH
16 liða úrslit: ÍBV 5:0 Fjölnir
8 liða úrslit: Víkingur R. 1:2 ÍBV
Undanúrslit: Stjarnan 1:2 ÍBV