19 ár frá síðasta titli
19 ár eru liðin frá því karlalið ÍBV í knattspyrnu hampaði síðast bikarmeistaratitli. Líkt og í ár komst liðið í úrslitaleikinn í fyrra en þar þurftu Eyjamenn að sætta sig við 2:0 tap gegn Valsmönnum sem fögnuðu titlunum annað árið í röð. Að þessu sinni mun mótherji ÍBV á Laugardalsvellinum vera Íslandsmeistarar FH. Hafnfirðingarnir hafa átt nokkuð erfitt uppdráttar í deildinni í ár og hafa ekki verið að blanda sér í toppbaráttuna hingað til. Samhliða íslenska boltanum hafa FH-ingar verið á fullu í Evrópuboltanum í sumar en í síðustu viku féllu þeir úr leik gegn slóvensku meisturunum Maribor í forkeppni meistaradeildarinnar. Í kjölfarið fór FH í pottinn fyrir dráttinn í umspil riðlakeppni Evrópudeildarinnar en þar drógust þeir á móti portúgalska liðinu Braga og fer fyrri leikurinn fram 17. ágúst.
Eyjamenn hafa alls hampað titlinum fjórum sinnum
Eins og fyrr segir fóru Eyjamenn síðast alla leið og unnu bikarkeppnina 1998 en í heildina hefur ÍBV fjórum sinnum staðið uppi sem sigurvegari í þessari keppni, fyrst árið 1968. �?á mættu Eyjamenn 1. deildarliðinu KR b sem hafði slegið út �??Evrópuliðið�?? Val og aðallið KR, sem þá voru ríkjandi meistarar, áður en þeir mættu Eyjamönnum í sjálfum úrslitunum. Lokastaðan í úrslitaleiknum var 2:1 fyrir ÍBV og segir í blaðagreinum frá þessum tíma að sjaldan eða aldrei hafi gamla KR heppnin svikið liðið eins eftirminnilega. Segir jafnframt að �??heppnin�?? hafi gengið til liðs við ÍBV fyrir leikinn og tekið ástfóstri við Pál Pálmason, markvörð Eyjamanna, sem varði oft og tíðum frábærlega í leiknum.
Næsti bikarmeistaratitill kom einungis fjórum árum seinna en þá léku Eyjamenn við FH og var niðurstaðan sanngjarn sigur eins og flestir höfðu spáð fyrir leik. Hinn marksækni leikmaður Eyjaliðsins, Haraldur Júlíusson, gerði bæði mörk liðsins og var öflugur líkt og aðrir leikmenn liðsins. Var liðið í feiknar formi þetta tímabilið, endaði í öðru sæti deildarinnar og hampaði bikarmeistaratitli í nóvember með markatöluna 13:1.
Eftir níu ára bið leit næsti bikarmeistaratitill dagsins ljós árið 1981 en þá lögðu Eyjamenn sterkt lið Fram af velli sem þangað til hafði verið ósigrað í síðustu 13 leikjum í bikarkeppninni. Eftir að hafa verið 1:0 undir í hálfleik, sneru Eyjamenn taflinu við og skoruðu næstu þrjú mörk áður en Fram náði að klóra í bakkann. Bræðurnir Kári og Sigurlás �?orleifssyni voru atkvæðamiklir í leiknum en sá fyrrnefndi lagði upp bæði mörkin fyrir Sigurlás, sem áður hafði lagt upp mark fyrir �?órð Hallgrímsson sem skoraði með bylmingsskoti.
Laugardaginn 3. október 1998, 17 árum frá síðasta bikarmeistaratitli, fór bikarinn loksins aftur til Eyja. Lögðu Eyjamenn þá Leiftur með tveimur mörkum gegn engu og kórónuðu gott tímabil en áður höfðu þeir orðið Íslandsmeistarar. ÍBV lenti undir í leiknum en með mörkum frá Ívari Bjarklind og hinum 18 ára gamla varamanni Bjarna Geir Viðarssyni tókst Eyjamönnum að sigla sætum sigrinum í höfn.
Leið ÍBV í úrslitin:
32 liða úrslit: ÍBV 4:1 KH
16 liða úrslit: ÍBV 5:0 Fjölnir
8 liða úrslit: Víkingur R. 1:2 ÍBV
Undanúrslit: Stjarnan 1:2 ÍBV

Nýjustu fréttir

Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.