Grímur kokkur og hans lið stóð í ströngu á laugardaginn á fiskideginum
mikla á Dalvík, þar sem hann kynnti og gaf smakk af plokkfiskinum sínum og
osta fylltum saltfiskbollum. Gríðarlegur fjöldi var á Dalvík en talið er
að yfir 35 þúsund manns hafi verið á svæðinu. Grímur vakti gríðarlega athygli
á svæðinu og mikla lukku með plokkfiskinn sinn og bollurnar, en hann gaf
yfir 100 þúsund bollur frá 11 til 17 og yfir eitt tonn af plokkfisk rann
niður hjá gestum fiskidagsins.
Þetta er í fyrsta skipi sem Grímur tekur þátt í fiskideginum, og á
lokahófi með aðstandendum dagsins, stóð stjórn fiskidagsins upp bað gesti
um að gefa Grím og hans fólki 4 falt húrra fyrir framúr skarandi mat,
þjónustu og skemmtilegan bás, og tóku fram að þeir vonuðust eftir
áframhaldandi samstarfi sem þeir voru mjög ánægðir með.
Grímur sjálfur var alveg í skýjum með viðtökurnar, og þau jákvæðu viðbrögð
frá fólki með vörur sínar. ” það að ná að gefa yfir 35 þúsund manns að smakka
er gríðarlega góð kynning sem á eftir að skila sér í aukinni sölu núna
strax eftir helgi ” sagði Grímur ákveðin í taka þátt í næsta fiski degi að
ári.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.