Grétar Mar Jónsson alþingismaður telur fjárveitingar í Bakkafjöru vanáætlaðar:

Grétar bendir á að 300 metrum fyrir utan væntanlegan hafnargarð sé rif og því þurfi hafnargarðurinn að ná út fyrir rifið til að höfnin verði nothæf. Búast megi við að straumur beri sand inn í höfnina og honum þurfi að dæla burt. Enginn viti hve mikið það verði. „Taka þarf með í reikninginn að fara þarf í eitt mesta landgræðsluverkefni sem sögur fara af því svo mikill sandbylur er þarna á landi. Þá þarf að gera nýja brú til að koma grjóti niður á sandana og bæta veginn frá Bakka upp á Suðurlandsveg,” segir hann. Grétar bendir á að enginn tímasparnaður verði við ferðalög þótt höfn rísi í Bakkafjöru. Breytingin felist í því að ferðamenn verði hálftíma á sjó og aki sjálfir til Reykjavíkur í stað þess að sigla í tvo tíma til Þorlákshafnar. Grétar leggur til að annaðhvort
verði keypt stærri og hraðskreiðari ferja milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar eða tvær minni ferjur
verði keyptar fyrir þessa leið. Þannig væri auðvelt að fjölga eða fækka ferðum eftir þörfum.

 

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.