Friðrik Stefánsson spilaði sinn 104 landsleik fyrir Ísland
30. ágúst, 2007

Eyjamaðurinn Friðrik Stefánsson körfuknattleiksmaður náði þeim áfanga í gærkvöldi að leika sinn 104 landsleik fyrir Íslands hönd. Friðrik lék sinn fyrsta leik árið 1997 en Friðrik byrjaði sinn feril hjá Tý og var fyrsti unglingalandsmaðurinn í körfuknattleik sem hafði ekki leikið deildarleik með liði áður en hann var kallaður í unglingalandsliðshópinn.

Friðrik hefur undanfarin ár spilað með körfuknattleiksliði Njarðvíkur en áður hefur Friðrik spilað með KR, Þór Ak, KFÍ og Lappeenrannan í Finnlandi. Með þessum því að leika 102 leiki fyrir Íslands hönd er Friðrik orðinn 10. leikhæsti leikmaður landsliðsins.

Persónuleg met í leik (af www.kki.is)
Tölfræðiþáttur Met Leikur (úrslit) Dagsetning

Stig 27 UMFN – Skallagrímur (20-0) 13.10.2005

Skot af velli hitt 10 Fjölnir – UMFN (77-90) 15.12.2005

Skot af velli reynd 21 Fjölnir – UMFN (77-90) 15.12.2005

Tveggja stiga skot hitt 10 Fjölnir – UMFN (77-90) 15.12.2005

Tveggja stiga skot reynd 20 Þór Þorl. – UMFN (86-91) 8.3.2007

Þriggja stiga skot hitt 1 Keflavík – UMFN (89-73) 9.3.2006

Þriggja stiga skot reynd 3 Snæfell – UMFN (54-51) 23.2.2006

Vítaskot hitt 12 UMFN – Hamar (109-98) 25.1.2002

Vítaskot reynd 18 Tindastóll – UMFN (82-91) 29.10.2006

Sóknarfráköst 14 KFÍ – Haukar (100-97) 30.11.1996

Varnarfráköst 18 Keflavík – UMFN (89-73) 9.3.2006

Heildarfráköst 24 KFÍ – Haukar (100-97) 30.11.1996

Stoðsendingar 9 UMFN – KR (87-84) 19.1.2006

Stolnir boltar 8 UMFN – Keflavík (83-81) 11.10.2002

Tapaðir boltar 8 UMFN – Haukar (78-74) 27.10.2005

Varin skot 6 UMFN – Þór Ak. (82-74) 29.1.2006

Mínútur 46 Tindastóll – UMFN (96-99) 4.3.2004

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.