Í fjölmiðlum að undaförnu hefur verið fjallað um hækkun á fargjöldum innanlands hjá Flugfélagi Íslands til ákveðina áfangastaða á flugleiðum þeirra. Flugfélag Íslands hóf innanlandsflug að nýju til eyja í lok síðasta árs þegar Landsflug hætti með skömmum fyrirvara öllu flugi á leiðinni RVK – VEY – RVK.
Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands þá er ekki hækkun á fargjöldum á flugleiðini RVK – VEY – RVK þar sem verð er bundið í þjónustusamning milli Flugfélagsins og ríkissins. Snemma á þessu ári fór fram útboð á ríkisstyrk á þessari flugleið og átti Flugfélag Íslands lægsta tilboð í leiðina.
Samkvæmt heimildum www.eyjar.net þá hefur ekki verið skrifað undir nýjan samning við Flugfélagið um þessa þjónustu og rennur núverandi samningur út í haust.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst