Jæja þá er búið að kasta og hífa fyrsta halið í þessum túr. Við köstuðum Viktoríunni hér um miðnótt og var svo híft um fjögur. Síldin dýpktaði á sér fljótlega eftir að það var kastað svo við ætlum að lúðra út stóra trollinu.Pokinn var rétt að skríða á síðuna og mundi ég skjóta á að einhver 30 tonn væru í honum. Það er kannski ekki mikið en nóg til að koma vinnslunni af stað, við fáum svo bara meira næst. Okkur grunar reyndarað það hafi verið einhver snúningur á trollinu, annað hvort á pokanum eða belgnum því það var mikil ánetjun í belgnum rétt fyrir ofan reimingu.
Það er búin að vera góð veiði hér hjá nótabátunum og eru Norðmennirnir búnir að vera duglegir við að melda inn afla í nótt. Frá því klukkan 01:42 – 05:48 hafa þeir meldað samtals 6,169 tonn frá ellefu skipum, svo það er engin spurning hvaða veiðarfæri hefur vinninginn í þessum slag hérna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst