Erfiðir tímar framundan

Störfum í sjávarútvegi mun fækka um 1.000 á sjó og landi næstu 6-12 mánuði vegna niðurskurðar Þorskheimilda og afleiðinga þess. Þetta er mat formanns Landssambands fiskvinnslustöðva. Niðurfelling skattheimtu í formi veiðigjalda sé brýn til að bæta það sem unnt sé.

Þriðjungskvótaniðurskurður á þorski, verðmætasta fiskinum, kippir fótunum undan mörgum í fiskvinnslu segir Arnar Sigurmundsson, formaður Landssambands fiskvinnslustöðva. Hann segir miklar breytingar fram undan. Búa verði sig undir erfiða tíma.

Um 100 starfsmönnum hjá 2 fiskvinnslufyrirtækjum var sagt upp í gær. Hjá Humarvinnslunni i Þorlákshöfn og Eskju á Eskifirði. Þetta er aðeins upphaf þess sem koma skal næstu 6-12 mánuði að dómi Arnars.

Afurðaverðinu er ekki um að kenna. Útflutningsverðmæti í ár verður um 120 milljarðar segir formaður Landssambands fiskvinnslustöðva en næsta ár verði útflutningsverðmætið nær 100 milljörðum.

Aðalfundur Landssambands fiskvinnslustöðva stendur yfir. Í drögum að ályktun fundarins segir að skjótvirkasta aðgerðin til bóta fyrir sjávarútveginn í heild, væri að fella niður veiðigjöld.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.