Eyjamenn ætla að fjölmenna á leik Reynis og Þróttar

Um hundrað stuðningsmenn ÍBV sem eru búsettir í Reykjavík ætla að fjölmenna á Sparisjóðsvöllinn í Sandgerði í dag og hvetja Reynismenn gegn Þrótti.

Á heimasíðu Sandgerðisbæjar er haft eftir Sverri Júlíusyni í stuðningsmannafélagi ÍBV í Eyjum að 100 manns hafi staðfest þátttöku sína og að tvær rútur muni fara með Eyjamenn á leikinn.

Þróttarar geta með stigi í leiknum tryggt sér sæti í Landsbankadeildinni að ári og því ætla Eyjamenn að styðja Reynismenn í leiknum.

Á sama tíma í dag eða klukkan 17:15 mætir ÍBV liði Fjölnis í Eyjum en Eyjamenn eru þremur stigum á eftir Þrótti og þurfa því að leggja Fjölni og vona að Reynismenn vinni Þrótt.

www.fotbolti.net

 

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.