Guðrúnu VE lagt vegna niðurskurðar þorskkvóta
29. september, 2007

Útgerð Péturseyjar ehf. hefur ákveðið að leggja línubátnum Guðrúnu VE. Þriggja mánaða uppsagnafrestur áhafnarinnar rann út á dögunum og mun báturinn því ekki halda til veiða í vetur. Guðjón Rögnvaldsson, eigandi útgerðarinnar segir ástæðuna einfalda, niðurskurður í þorskkvóta geri það að verkum að ekki sé unnt að gera bátinn út.

„Við erum reyndar ekki með mikinn þorskkvóta á bátnum en höfum verið í góðu samstarfi við Ísfélagið. Niðurskurður í þorskkvóta hefur þau áhrif að Ísfélagið er ekki lengur aflögufært á þorskkvóta og því getum við ekki lengur gert út bátinn.”

Guðjón segir það óljóst hvort báturinn verði gerður út aftur á þessu fiskveiðiári. „Við ætlum bara að skoða málið núna. Varðandi fiskvinnsluna hjá okkur þá munum við einfaldlega kaupa hráefni af öðrum til að halda henni gangandi.”

Niðurskurður þorskkvóta hefur þau áhrif að aflaheimildir í Vestmannaeyjum fara úr 12 þúsund tonnum í átta.

No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst