Þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi hjá mér og getur hún verið bæði forréttur og aðalréttur. Jói Fel var með þetta í þættinum hjá sér og ég ákvað að prufa og útkoman er hreint út sagt mögnuð. Þetta er auðvelt í eldamennsku. Í uppskriftinni er pestósósan borin fram köld en hana má einnig bera fram heita. Gott er að drekka með þessu gott Pinot Grigio hvítvín frá Ítalíu.
Sósa
4 msk pestó
1 dl hvítvín
2 dl kjúklingasoð
2 dl rjómi
Salt og pipar
Pestó, hvítvín og soð er látið sjóða létt í tvær mín. Þá er rjóminn settur saman við og soðið í aðrar tvær mín, kryddað með salt og pipar Kælt í ískáp.
Lambafille er grillað létt og skorið niður í litla bita. Kjötið er sett yfir kalda sósuna og yfir fara ristaðar furuhnetur, parmesan og tómatsneiðar
Ef rétturinn á að vera borinn fram sem aðalréttur er gott að ofnabaka kartöflubáta kryddaða með timian, hvítlauk, salt og pipar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst