Í kvöld klukkan 20:10 munu fulltrúar Vestmannaeyja etja kappi við lið Mosfellsbæjar í spurningar þættinum Útsvar. Þættirnir eru í beinni útsendingu hverju föstudagskvöldi. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur B. Guðnason og útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Fulltrúar Vestmannaeyja í kvöld eru:
Helgi Ólafsson
Björn Ívar Karlsson
Steinunn Einarsdóttir
Lið Mosfellsbæjar skipa.
Sigrún Hjálmtýsdóttir
Bjarki Bjarnason
Höskuldur Þráinsson
Allir eru velkomnir í sjónvarpssal til að fylgjast með útsendingu og hvetja sitt lið til dáða. Áhorfendur þurfa að vera mættir í Útvarpshúsið, Efstaleiti 1, kl. 19.45. Útsending hefst strax eftir Kastljós.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst