Fimm varaþingmenn sátu sinn fyrsta þingfund í gær, og unnu drengskaparheit við upphaf þingfundar. Guðný Helga Björnsdóttir bóndi ók sæti Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra, tók sæti Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra.
Þrír aðrir varaþingmenn tóku formlega sæti viku fyrr, en sátu sinn fyrsta þingfund í gær. Það voru þær Dögg Pálsdóttir, Erla Ósk Ásgeirsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst