FRÉTTATILKYNNING FRÁ ÍSFÉLAGI VESTMANNAEYJA HF

Í dag var undirritaður smíðasamningur milli Ísfélags Vestmannaeyja hf. og skipasmíðastöðvarinnar ASMAR í Talcahuano í Chile. Samningurinn kveður á um að ASMAR annist smíði á nýju og fullkomu uppsjávarskipi fyrir Ísfélagið sem verður afhent um mitt ár 2010. Skipið er hannað og teiknað af Rolls Royce í Noregi.  Ísfélag Vestmannaeyja hf. mun jafnframt eiga smíðarétt á öðru samskonar skipi hjá ASMAR.

Skipið verður 71,1 metri að lengd og 14,40 metrar að breidd. Burðargeta þess verður rúmlega 2,000 tonn í 10 tönkum útbúnum öflugri RSW kælingu. Skipið verður útbúið til nóta- og flottrollsveiða og aðalvélin af gerðinni Bergen Díesel,  4.500 kw eða 6.120 hestöfl.
Með smíði þessa skips stígur Ísfélag Vestmanneyja hf. stórt og metnaðarfullt skref í endurnýjun á uppsjávarflota félagsins og dótturfélags þess Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf.  Með endurnýjun á skipaflotanum er verið að fylgja eftir þeirri stefnu félagsins að gera út færri en öflugri uppsjávarskip sem eru vel útbúin til að koma með gott hráefni til frystingar og/eða í bræðslur félaganna.  Nýlega voru uppsjárvarskipin Álsey II VE og Antares VE seld og í stað þeirra var keypt Álsey VE 2, sem er öflugt og burðarmikið skip. Ísfélagið gerir einnig út uppsjávarskipin Guðmund VE, Sigurð VE og Bjarnarey VE. Auk þess eru uppsjávarskipin Júpiter ÞH og Þorsteinn ÞH gerð út af Hraðfrystistöð Þórshafnar hf.

Nýsmíði Ísfélag Vestmannaeyja hf, er sjötta skipið sem Asmar smíðar fyrir íslenska aðila. Uppsjávarskipin Ingunn AK, Hákon ÞH og Huginn VE voru smíðuð hjá Asmar og hafa öll reynst vel. Auk þessara skipa var hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson RE smíðaður í stöð Asmar og nýlega hófst smíði á nýju varðskipi fyrir Landhelgisgæsluna. Ísfélag Vestmannaeyja hf væntir mikils af samstarfi sínu við Asmar enda reynsla Íslendinga af skipum stöðvarinnar góð.

Milligöngu um gerð smíðasamnings og smíðalýsingar hafði umboðsmaður Asmar á Íslandi, BP skip hf – Björgvin Ólafsson og Héðinn hf, umboðsaðili  fyrir Rolls Royes á Íslandi.

 

Nýjustu fréttir

Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar
Stórskipakantur mikilvægur í mögulegri fóðurframleiðslu
Stórleikur í Eyjum – toppslagur ÍBV og Vals
Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.