Atli Gíslason þingmaður á fundi á Kaffi María á fimmtudagskvöld

Fimmtudaginn 8.nóv. nk. kl. 20 heldur Vinstrihreyfingin- gr��nt framboð opinn fund á Kaffi María uppi. Atli Gíslason þingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi mætir á fundinn og ræðir við fundargesti um landsmálin og áherslur Vinstri grænna á Alþingi.

Flokkurinn lagði í byrjun þings í haust fram fjölda mála sem snerta nánast alla þætti þjóðlífsins og  verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þeim reiðir af í meðferð þingsins. Þessi mál verða til umræðu.
Atli mun á fundinum einnig ræða og hlusta eftir þeim málum sem helst brenna á okkur Vestmannaeyingum og geta skipt okkur miklu máli í nútíð og framtíð.
Þá er ætlunin að á fundinum verði rædd staða Vinstri grænna í Vestmannaeyjum og hvaða hugmyndir eru uppi um framboðsmál vegna næstu bæjarstjórnarkosninga.
Fundurinn er öllum opinn og eru Vestmannaeyingar hvattir til að mæta og hafa þannig áhrif á gang mála.

 

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.