Þessa uppskrift bjó ég til fyrir nokkrum vikum þegar ég fékk félaga mína í mat og ákvað ég að bjóða upp á eitthvað nýtt. Ég fann úti í búið andarbringur og þetta var fyrsta skiptið sem ég eldaði andarbringur. Ég las mig til á netinu og komst að því að 62° kjarnhiti er medium og gerir steikina þannig að hún bráðnar í munni.
Marinering:
púðursykur
Olía út fetaostdós
Balsamikedik
Soyjasósa
Disjon sinnep
Takið ¼ hluta dressingar frá og hitið sem sósu með réttinum.
Blandið þessu saman í skál og pískið þar til þetta hefur blandast vel saman og leggið bringurnar í marineringuna og leyfið þessu liggja saman í 5-7 tíma í ískáp.
Steikið bringurnar svo á heitri pönnu og hafið fituna niður, þegar búið er að steikja á báðum hliðum setjið bringurnar inn í ofn og takið út þegar bringurnar er í 62° í kjarnhita.
Berið fram með salati, skerið niður mangó og avókató og setið á diskinn ásamt fetaosti og tómötum. Góðar kartöflu skemma ekki réttin og heldur ekki gott rauðvínsglas.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst