Við á eyjar.net sendum út á nokkurn hóp eyjamanna tvær spurningar til að forvitnast hvernig árið 2007 hefði verið og hvort að einhverjar væntingar væri til ársins 2008. Í dag birtum við svör Vigdísar Rafnsdóttur.
Hvernig var árið 2007 fyrir þig og fjölskyldu þína?
Árið 2007 var með bestu árum sem ég hef lifað, margir merkir áfangar náðust í lífi okkar og er ég Guði þakklát fyrir það
Ferðuðumst með okkar bestu vinum í heimi þeim Óla og Emmu Vídó í heimsókn til Eiríks og Siggu í Litháen ógleymanlegt og svo kostaði það ekkert!!!!!!!!!
Við Guðni náðum þeim merka áfanga að fagna 30 ára brúðkaupsafmæli og hann varð 50 ára á árinu og af þessum tilefnum ferðuðumst við mikið erlendis fórum til Danmerkur,Tyrklands Bandaríkjanna og í siglingu í Karabískahafið.
Ákváðum að njóta stundanna í dag, því við vitum ekki hvað seinna verður.
Stelpunum okkar vegnaði mjög vel á árinu og erum við mjög stoltar af þeim,yngri dóttir okkar Alma trúlofaðist góðum dreng Sigurði Stein í júní og útskrifaðist sem sjúkraliði í desember sl.
hjá eldri dótturinni Björk urðu kaflaskipti í lífinu, flutti á Suðurnesin ásamt því að vera að klára að ná sér í kennsluréttindi , hún kom mikið í heim til Eyja sl.ár okkur til mikilla gleði.
Auk þess átum við góðar stundir saman í Englandi í sept. sl. með þeim og frænkum okkar þeim Guðnýju og Ármeyju.
Áttum margrar ógleymanlegar stunda með vinum og fjölskyldum sem að eru fjársjóður okkar í lífinu.
Hvaða væntingar hefurðu til ársins 2008 fyrir þig og fjölskyldu þina?
Væntingar mínar eru að við verðum öll við góða heilsu og lifum í sátt við okkur sjálf og aðra.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst