�?rengsli í FSu

Kennsla í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi hefst í dag. Metfjöldi nemenda mun stunda nám við skólann og en 1016 nemendur skráðu sig í skólann. Endanlegur nemendafjöldi verður þó eitthvað lægri. (meira…)

Ungir í akstursbann

Selfosslögregla setti tvo unga ökumenn í akstursbann um helgina. Alls hafa ellefu ungmenni verið sett í slíkt bann eftir að ákvæði um slíkt tók gildi fyrr í sumar. Lögreglustjórinn á Selfossi á frumkvæði að því að framfylgja þessu nýja ákvæði umferðarlaganna, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. (meira…)

Gunnar Heiðar og Hermann í byrjunarliði Íslands í kvöld

Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Hermann Hreiðarsson eru byrjunarliði Íslands í kvöld þegar landsliðið mætir Kanadamönnum á Laugardalsvelli klukkan 18:05.Ívar Ingimarsson fyrrverandi leikmaður ÍBV er einnig í byrjunarliðinu.   Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa haldið því fram að Gunnar Heiðar sé á leiðinni frá Hannover 96 yfir í sænska boltann, en Gunnar Heiðar spilaði frábærlega fyrir Halmstad […]

Fréttatilkynning frá Hitaveitu Suðurnesja

Undanfarið hefur staðið yfir undirbúningur að spennubreytingu raforkukerfisins í Eyjum úr 6,3 kV kerfi í 11 kV kerfi.  Raunar hefur undirbúningur staðið yfir í nokkur ár því við  kaup á nýjum spennum hefur þess verið gætt að hægt væri, með lítilli fyrirhöfn, að breyta þeim úr 6,3  í 11 kV.  Einnig hafa verið lagðir nýir […]

Fjögur skemmdaverk að kvöldi sunnudags

Frekar rólegt var hjá lögreglunni í vikunni sem leið og ekkert um alvarleg atvik sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af. Reyndar var nokkuð um tilkynningar um skemmdir á eignum og spurning hvort sömu aðilar hafi verið að verki í einhverjum tilvikum. Lögreglu var tilkynnt um fjögur skemmdarverk sem öll eru talin hafa átt sér […]

Hermann ber fyrirliðabandið í kvöld

Eyjapeyinn Hermann Hreiðarsson mun leiða lið Íslands í knattspyrnu í kvöld þegar strákarnir leika gegn Kanada á Laugardalsvellinum. Þetta mun vera í sjötta sinn sem Hermann ber fyrirliðabandið með íslenska A-landsliðinu. Þá er Gunnar Heiðar Þorvaldsson í fremstu víglínu en Gunnar hefur ekkert spilað með liði sínu Hannover í þýsku úrvalsdeildinni það sem af er […]

Leit að �?jóðverjunum heldur áfram

Leitin að þýsku ferðamönnunum, sem saknað hefur verið Íslandi síðan í lok júlí, hófst aftur í birtingu í morgun. Sem fyrr beinist leitin að Skaftafelli og nágrenni. Í nótt fóru undanfarar úr björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu austur en þeim var ætlað að leita hluta Virkisjökuls en það svæði er erfitt yfirferðar og hættulegt. (meira…)

Tvö slys og tveir settir í akstursbann

Tvö slys urðu á föstudag um kl. 14:00. Annað slysið átti sér stað á Búrfellsvegi í Grímsnesi þar sem traktórsgrafa valt og hitt á reiðvegi við Eyrarbakkaveg þar sem vörubifreið fór á hliðina. Ökumaður traktórsgröfunnar ók eftir Búrfellsvegi þegar hann missti gröfuna útfyrir veg þannig að hún valt. Vörubifreiðin valt þegar bílstjórinn var að sturta […]

Húkkaraball

Auðvitað er bara til eitt Húkkaraball og það er í Eyjum. Ég man þegar ég spilaði í fyrsta skipti á Húkkaraballi. Þetta var árið 1982 með hljómsveit sem hét Tappi Tíkarrass. Þetta var nú dáldið undarleg ráðning þar sem við vorum ekki beinlínis ballhljómsveit.Við spiluðum eingöngu frumsamið efni og flest lögin voru óþekkt. Ég man […]

Stilla náði ekki í Vinnslustöðina

Stillu ehf. og tengdum félögum mistókst að tryggja sér yfirráð yfir Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Eigendur óverulegs hlutafjár samþykktu tilboð Stillu sem hljóðaði upp á 8,5 krónur á hlut. Áður höfðu Eyjamenn gert yfirtökutilboð sem hljóðaði upp á 4,6 krónur á hlut. Heimamenn í Vestmannaeyjum óttuðust um framtíð Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum næði Stilla yfirráðum yfir félaginu. […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.