�?rengsli í FSu
Kennsla í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi hefst í dag. Metfjöldi nemenda mun stunda nám við skólann og en 1016 nemendur skráðu sig í skólann. Endanlegur nemendafjöldi verður þó eitthvað lægri. (meira…)
Ungir í akstursbann

Selfosslögregla setti tvo unga ökumenn í akstursbann um helgina. Alls hafa ellefu ungmenni verið sett í slíkt bann eftir að ákvæði um slíkt tók gildi fyrr í sumar. Lögreglustjórinn á Selfossi á frumkvæði að því að framfylgja þessu nýja ákvæði umferðarlaganna, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. (meira…)
Gunnar Heiðar og Hermann í byrjunarliði Íslands í kvöld

Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Hermann Hreiðarsson eru byrjunarliði Íslands í kvöld þegar landsliðið mætir Kanadamönnum á Laugardalsvelli klukkan 18:05.Ívar Ingimarsson fyrrverandi leikmaður ÍBV er einnig í byrjunarliðinu. Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa haldið því fram að Gunnar Heiðar sé á leiðinni frá Hannover 96 yfir í sænska boltann, en Gunnar Heiðar spilaði frábærlega fyrir Halmstad […]
Fréttatilkynning frá Hitaveitu Suðurnesja

Undanfarið hefur staðið yfir undirbúningur að spennubreytingu raforkukerfisins í Eyjum úr 6,3 kV kerfi í 11 kV kerfi. Raunar hefur undirbúningur staðið yfir í nokkur ár því við kaup á nýjum spennum hefur þess verið gætt að hægt væri, með lítilli fyrirhöfn, að breyta þeim úr 6,3 í 11 kV. Einnig hafa verið lagðir nýir […]
Fjögur skemmdaverk að kvöldi sunnudags

Frekar rólegt var hjá lögreglunni í vikunni sem leið og ekkert um alvarleg atvik sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af. Reyndar var nokkuð um tilkynningar um skemmdir á eignum og spurning hvort sömu aðilar hafi verið að verki í einhverjum tilvikum. Lögreglu var tilkynnt um fjögur skemmdarverk sem öll eru talin hafa átt sér […]
Hermann ber fyrirliðabandið í kvöld

Eyjapeyinn Hermann Hreiðarsson mun leiða lið Íslands í knattspyrnu í kvöld þegar strákarnir leika gegn Kanada á Laugardalsvellinum. Þetta mun vera í sjötta sinn sem Hermann ber fyrirliðabandið með íslenska A-landsliðinu. Þá er Gunnar Heiðar Þorvaldsson í fremstu víglínu en Gunnar hefur ekkert spilað með liði sínu Hannover í þýsku úrvalsdeildinni það sem af er […]
Leit að �?jóðverjunum heldur áfram

Leitin að þýsku ferðamönnunum, sem saknað hefur verið Íslandi síðan í lok júlí, hófst aftur í birtingu í morgun. Sem fyrr beinist leitin að Skaftafelli og nágrenni. Í nótt fóru undanfarar úr björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu austur en þeim var ætlað að leita hluta Virkisjökuls en það svæði er erfitt yfirferðar og hættulegt. (meira…)
Tvö slys og tveir settir í akstursbann

Tvö slys urðu á föstudag um kl. 14:00. Annað slysið átti sér stað á Búrfellsvegi í Grímsnesi þar sem traktórsgrafa valt og hitt á reiðvegi við Eyrarbakkaveg þar sem vörubifreið fór á hliðina. Ökumaður traktórsgröfunnar ók eftir Búrfellsvegi þegar hann missti gröfuna útfyrir veg þannig að hún valt. Vörubifreiðin valt þegar bílstjórinn var að sturta […]
Húkkaraball

Auðvitað er bara til eitt Húkkaraball og það er í Eyjum. Ég man þegar ég spilaði í fyrsta skipti á Húkkaraballi. Þetta var árið 1982 með hljómsveit sem hét Tappi Tíkarrass. Þetta var nú dáldið undarleg ráðning þar sem við vorum ekki beinlínis ballhljómsveit.Við spiluðum eingöngu frumsamið efni og flest lögin voru óþekkt. Ég man […]
Stilla náði ekki í Vinnslustöðina
Stillu ehf. og tengdum félögum mistókst að tryggja sér yfirráð yfir Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Eigendur óverulegs hlutafjár samþykktu tilboð Stillu sem hljóðaði upp á 8,5 krónur á hlut. Áður höfðu Eyjamenn gert yfirtökutilboð sem hljóðaði upp á 4,6 krónur á hlut. Heimamenn í Vestmannaeyjum óttuðust um framtíð Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum næði Stilla yfirráðum yfir félaginu. […]