Munaði mjóu við Markarfljót

Mikil mildi þykir að bíll skuli ekki hafa hafnað ofan í Markarfljóti aðfaranótt mánudags, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. Ökumaður sofnaði undir stýri, ók útaf og endaði liðlega 30 metrum frá árbakkanum. (meira…)
Skólavistun í Sunnulækjaskóla
Í upphafi næsta árs er stefnt að opnun skólavistar fyrir nemendur í 1. – 4. bekk í Sunnulækjaskóla. Með því verður biðlista eftir plássi á Bifröst, skólavistun við Vallaskóla, útrýmt segir Þorvaldur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar. (meira…)
Handverksmarkaður ÁTVR

S.l. tvö ár hefur Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu staðið fyrir handverksmarkaði Eyjamanna í Reykjavík. Þessi dagar hafa tekist ákaflega vel og hefur verið ákveðið að endurtaka í ár. Markaðurinn verður í Mjóddinni 10. nóvember frá kl. 10.00-16.30 (meira…)
Unglingar, ungir drengir og of ungur á bifhjóli

Að venju hafði lögreglan eftirlit með veitingastöðum bæjarins og þurfti í einu tilviki að hafa afskipti af einstaklingi sem ekki hafði aldur til að vera inni á einum af veitingastöðunum. Þá var lögreglan kölluð til vegna svokallaðs “unglingapartýs” og var ungmennum sem þar voru vísað út og til síns heima. (meira…)
Magnús Kristinsson kaupir 40% hlut í Arctic Trucks
Eignarhaldsfélag í eigu Magnúsar Kristinssonar, hefur samið um kaup á 40% hlut í Arctic Trucks. Emil Grímsson, aðaleigandi Arctic Trucks, mun áfram verða meirihlutaeigandi í félaginu. Um 55 manns hjá Arctic Trucks í þremur löndum. Fyrirtækið sérhæfir sig í lausnum fyrir áhugamenn um jeppa og hefur að markmiði að auka notagildi fjórhjóladrifinna bifreiða . Magnús […]
Er Johnsen utan vallar ?
Johnsen kemur að vísu ekki með neinar tillögur um hvað hann hefði viljað gera öðruvísi heldur segir bara að “stokka verði spilin upp á nýtt”, “gera úttekt á málinu”, “taka á af festu og myndarskap” og “setja nýjan hrygg í málið”, hvað svo sem það nú þýðir. Það sem er kannski merkilegast við þessa grein […]
Helstu verkefni lögreglu frá 10. til 17. september 2007

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglunni í sl. viku og um helgina við hefðbundið eftirlit og aðstoð við borgarana. Að venju hafði lögreglan eftirlit með veitingastöðum bæjarins og þurfti í einu tilviki að hafa afskipti af aðila sem ekki hafði aldur til að vera inn á einum af veitingastöðunum. Þá var lögreglan kölluð […]
Magnús Kristinsson kaupir í Arctic Trucks
Eignarhaldsfélag í eigu Magnúsar Kristinssonar, hefur samið um kaup á 40% hlut í Arctic Trucks. Emil Grímsson, aðaleigandi Arctic Trucks, mun áfram verða meirihlutaeigandi í félaginu (meira…)
Harður fjögurra bíla árekstur í hádeginu

Nokkuð harður árekstur fjögurra bíla varð á Strembugötu við Höllina í hádeginu í dag. Áreksturinn varð með þeim hætti að þremur bílanna hafði verið lagt við vegarkantinn þegar sá fjórði skall aftan á aftasta bílnum. Sá flaug áfram á næsta bíl fyrir framan, sem svo aftur skall á fremsta bílnum. (meira…)
Toyota styrkir landssöfnun Kiwanis

Sparisjóðirnir á Íslandi, Toyota, Olís og Bónus verða bakhjarlar landssöfnunar Kiwanis-hreyfingarinnar til stuðnings geðsjúkum og aðstandendum þeirra sem fram fer dagana 4.-7. október. Kjörorð söfnunarinnar er Lykill að lífi og er hún haldin í tengslum við alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn 10. október. Kiwanis-hreyfingin á Íslandi hefur allt frá árinu 1974 staðið fyrir landssöfnun þriðja hvert ár með […]