Farbannsúrskurður vegna nauðgunarrannsóknar staðfestur
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að pólskur ríkisborgari, sem sat um tíma í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á nauðgunarkæru á Selfossi, sæti farbanni til 17. desember. Lögreglan krafðist farbanns til 16. desember. (meira…)
Millilandaflugvöllur við Vestmannaeyjar

Ég er þess fullviss að í framtíðinni verður millilandaflugvöllur á Suðurlandi og þá ef til vill á Bakka, rétt við höfnina okkar sem þar mun rísa innan skamms. Þegar af því verður mun þetta (myndin hér til hliðar) verða útsýnið út um flugstjórnarklefan þegar vélar lenda til suðurs. Um seinustu helgi átti ég sæti í […]
Fréttatilkynning frá Höllinni..

Glæsilegt jólahlaðborð verður haldið í Höllinni laugardagskvöldið 1. des, úrvalsmatur frá Grím Kokk og frábær jóladagskrá í höndum Eyjamanna. Nánari dagskrá auglýst síðar. kk..Vinir Hallarinnar. (meira…)
Kryddpeyji berst við aukakílóin
Kryddpeyjanum Helga Ólafssyni gengur illa að losna við aukakílóin sem hann hefur bætt á sig á skrifstofunni. Helgi byrjaði að vinna á skrifstofunni hjá Teknís í mars og hefur síðan háð harða baráttu við það sem hann hefur bætti á sig í hreyfingarleysinu framan við tölvuskjáinn. Kryddpeyjarnir, Helgi, Borgþór Ásgeirsson, Þórir Ó, Sindri Freyr Ragnarsson […]
Síldarkvóti Íslands gæti aukist um 37 þúsund tonn

Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur leiðrétt mat sitt á stærð norsk-íslenska síldarstofnsins, sem gert var í síðasta mánuði og ákvörðun um kvótasetningu var byggð á. Í framhaldi af því hefur veiðiráðgjöfin fyrir næsta ár verið hækkuð um 20% eða úr 1.266 þús. tonnum í 1.518 þúsund tonn. Frá þessu er skýrt á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar. (meira…)
Árni Friðriksson í loðnuleit

Rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunar, Árni Friðriksson, lagði af stað í loðnu- og sjórannsóknaleiðangur í gærkvöldi. Rannsóknasvæðið mun spanna allt frá Vesturlandi að Norðausturlandi og djúpmið (Grænlandssund og Íslandshaf). Markmið leiðangursins eru að leita ungloðnu og einnig kynþroska loðnu sem verður uppistaða veiða á komandi ári. (meira…)
Nótt safnanna og aðrir viðburðir 2007

Mikil og metnaðarfull dagskrá er um helgina á Nótt safnanna og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Leikfélag Vestmannaeyja er með sýningu á Blá hnettinum eftir Andra Snæ, Mugison verður með tónleika í Höllinni, rithöfundar lesa upp úr bókum og á Kaffi Kró verður eyjatónlistarkvöld. Dagskrá helgarinnar er eftirfarandi: Föstudagur 9. nóv.Skansinn […]
Grænmetis hrísgrjónaréttur í karrý

Oft er ískápurinn hjá mér fullur af mat en samt er eins og það sé ekkert til í honum og hann bergmáli af tómleika. Ég opnaði ískápinn hjá mér um daginn og ákvað að nú skyldi ég hreinsa út úr honum og elda eitthvað úr þeirri matvöru sem í ískápnum var. Eftir að hafa tekið […]
Vinnslustöðin úr Kauphöll Íslands.

Í dag hefur verið boðað til hlutahafafundar í Vinnslustöð Vestmannaeyja og liggur fyrir fundinum tillaga stjórnar VSV að afskrá Vinnslustöðina ú OMX. Vinnslustöðin er eina almenningshlutafélagið á markaði sem er skráð í Vestmannaeyjum og mun það hverfa út OMX verður tillaga stjórnar samþykkt. Eftir verður HB Grandi eftir sem eina sjávarútvegsfyrirtækið eftir á aðallista kauphallarinnar. […]
Katrín Helena Magnúsdóttir eitt af Vildarbörnum Icelandair

Þann 27.október síðastliðinn var úthlutað úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair. Vildarbörn Icelandair er samkvæmt heimasíðu Vildarbarna www.vildarborn.is sameiginlegt verkefni Icelandair og viðskiptavina fyrirtækisins. Á hverju ári er úthlutað til 80 barna úr sjóðnum og er það gert tvisvar á ári. Að þessu sinni fékk Katrín Helena Magnúsdóttir úthlutað í sjóðnum og í samtali við Magnús Þorsteinsson […]