Sókn og niðurskurður

Það var kaldhæðnislegt að lesa síðustu fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja. Í máli númer tvö var tekið fyrir minnisblað frá starfshópi um endurskoðun á rekstrarfyrirkomulagi flugvalla. 

Áttu fund með ISAVIA og ráðuneyti um eflingu flugvallarins

Í minnisblaðinu kemur meðal annars fram að fulltrúar Vestmannaeyjabæjar hafa átt fund með fulltrúum bæði ISAVIA og Innanríkisráðuneytisins með það fyrir augum að efla enn frekar flugvöllinn í Vestmannaeyjum sem bæði gátt að samgöngum og þá ekki síður hlutverk hans í neyðar- og almannavörnum. Þá segir að bæjarráð samþykki að fela bæjarstjóra að vinna með stýrihópnum að kortlagningu sóknarmöguleika flugvallarins og fá eftir atvikum til liðs sérfróða aðila.

Fækka starfsmönnum á flugvellinum um 40%

Í næsta máli á eftir var svo til umfjöllunar uppsagnir ISAVIA á flugvellinum í Vestmannaeyjum.

Þar segir að bæjarráð mótmæli ákvörðun ISAVIA um að fækka starfsmönnum á flugvellinum í Vestmannaeyjum um 40% harðlega. Augljóslega er þar með verið að skerða þjónustu við íbúa og ferðamenn. Það sem  öllu verra er að þar með er verið að draga úr getu flugvallar til að sinna hlutverki sínum í neyðarviðbragði og almannavörnum. 

Bæjarráð bendir á að ISAVIA er í fullri eigu íslenska ríkisins og því rekið á ábyrgð ráðherra og þingmanna. Það er með öllu óboðlegt að í Vestmannaeyjum og víðar á landsbyggðinni standi íbúar hreinlega frammi fyrir því að með annarri hendinni flytji ríkið alla þjónustu, jafnvel heilbrigðisþjónustu, til Reykjavíkur og með hinni dregur það úr samgöngum sem torveldar íbúum að nota nauðsynlega innviði. Slíkt er til skammar. 

Bæjarráð bendir á að ákvörðunin er mannanna verk og ætlast til að þingmenn kjördæmisins með stuðningi annarra þingmanna vindi ofan af þeirri ógn sem í henni er fólgin eigi síðar en strax, segir að endingu í bókun ráðsins.

Taktleysi ISAVIA

Á sama tíma og lagt er upp með í stýrihópi þar sem m.a á sæti fulltrúi ISAVIA að skoða sóknarmöguleika flugvallarins – sker sama fyrirtæki niður á vellinum. Líklegt verður að teljast að ISAVIA hafi ekki trú á eflingu flugs milli lands og Eyja miðað við þeirra nýjasta útspil og því spennandi að sjá hvað þeirra fulltrúi leggur til á næsta fundi starfshópsins?

   

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.