Nýsmíðin verði varaferja?

„Við erum nú að smíða nýtt skip, nýjan Herjólf, sem áætlað er að komi í júní á næsta ári. Í mínum huga verðum við að gera ráðstafanir til þess að vera með þriðju ferjuna, sem getur þá komið inn á álagstímum og ekki síður til að geta leyst af þegar þessi skip fara í reglubundið viðhald. Eins ef að það koma upp einhver óhöpp eða bilanir þannig að það þurfi að brúa bilið.” 

Þessi orð lét Jón Gunnarsson, samgönguráðherra falla í viðtali á Rás 2 í gær. Nú er hvíslað um það í Eyjum að þetta sé góð hugmynd hjá ráðherra.

Það færi betur á því að nýsmíðin yrði þá eftir alltsaman notuð sem varaferja fyrir aðrar ferjur í landinu og Eyjamenn fengju ferju sem tilheyrir 21. öldinni!

 

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.