„Við erum nú að smíða nýtt skip, nýjan Herjólf, sem áætlað er að komi í júní á næsta ári. Í mínum huga verðum við að gera ráðstafanir til þess að vera með þriðju ferjuna, sem getur þá komið inn á álagstímum og ekki síður til að geta leyst af þegar þessi skip fara í reglubundið viðhald. Eins ef að það koma upp einhver óhöpp eða bilanir þannig að það þurfi að brúa bilið.”
Þessi orð lét Jón Gunnarsson, samgönguráðherra falla í viðtali á Rás 2 í gær. Nú er hvíslað um það í Eyjum að þetta sé góð hugmynd hjá ráðherra.
Það færi betur á því að nýsmíðin yrði þá eftir alltsaman notuð sem varaferja fyrir aðrar ferjur í landinu og Eyjamenn fengju ferju sem tilheyrir 21. öldinni!
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst