Enn af Færeyingum

Við sögðum frá því fyrir nokkru hér í Hvíslinu að Færeyingar væru okkur fremri þegar kemur að samgöngum. Þeir frændur okkar eru ekki að baki dottnir ef marka má nýjustu hugmyndir þeirra. 

Í frétt Vísis segir að Færeyingar leggi mikið upp úr jarðgöngum í sínu vegakerfi en þar eru núna 20 göng, þar af tvenn neðansjávar. Nú er verið að byggja tvö ný neðansjávargöng sem verða bæði um 11 kílómetrar og er stefnt að byggingu hátt í 30 kílómetra jarðganga til Suðureyjar.

Það er mikill munur á samgöngukerfinu í Færeyjum og Íslandi enda er flott þjóðvegakerfi það fyrsta sem Íslendingar taka eftir þegar þeir koma til Færeyja. Jarðgöngin eru stolt Færeyinga í samgöngum en þar er alltaf verið að byggja ný og ný göng. Umræða er nú hafin um að byggja hátt í 30 kílómetra göng til Suðureyjar.

Engin gjaldhlið eru við göng í Færeyjum, annaðhvort nota bílar rafræna greiðslu eða ökumenn fá senda rukkun heim nokkrum vikum eftir að ekið var í gegnum göngin. 

 

Vísir.is

 

 

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.