Hver var svívirtur?
20. október, 2018

Elliði Vignisson fyrrverandi bæjarstjóri Vestmannaeyja ritar grein undir fyrirsögninni að það sé kúnst að svívirða saklausan mann.

Í greininni tekur Elliði fram að hann hefði í vor, eftir að nýr meirihluti var kosinn í sveitarstjórnarkosningum í Vestmannaeyjum, án aðkomu Sjálfstæðisflokksins, ákveðið að draga sig alveg í hlé frá málefnum Vestmannaeyja.  Nú rúmum þremur mánuðum eftir að nýr meirihluti hefur hafið störf og eftir að Elliði hefur verið ráðinn sem bæjarstjóri Ölfuss, telur Elliði rétt að ljúka hléinu og fara yfir bæjarmálefni Vestmannaeyja.

Birtingarmynd árásarinnar

Ástæðan er sú að verið sé að svívirða saklausan mann. Sem rök fyrir framangreindu þá telur Elliði að núverandi stjórnendur Vestmannaeyjabæjar og einhverjir óskilgreindir fylgismenn þeirra séu að ráðast á Lúðvík Bergvinsson. Birtingarmynd árásarinnar er sú “að birta valda reikninga úr bókhaldi opinbers hlutafélags og bæjarfélagsins með aðdróttunum um spillingu, gefa í skyn að brot hafi verið framið án beinna ásakanna, brigsla, véfengja og rægja.”  Framangreint telur Elliði ljótan leik.

Upphaf málsins

Upphaf þessa máls má hins vegar rekja til þess að einn stjórnarmaður Herjólfs ohf. lýsti því opinberilega yfir að hann hyggðist segja sig úr stjórn Herjólfs ohf.  Færði hann þau rök fyrir sinni uppsögn að stjórnarformaður Herjólfs svaraði viðkomandi engu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.  Þá tiltók stjórnarmaðurinn sérstaklega aðkomu lögmanns sem er meðeigandi með stjórnarformanni að lögmannsstofu og skildi ekki aðkomu viðkomandi lögmanns. Stjórn Herjólf ohf. svaraði opinberlega athugasemdum stjórnarformannsins.  Í því svari kom m.a. fram að umræddur lögmaður hefði unnið fyrir Herjólf ohf. sakir þekkingar sinnar á verkefninu og hafi fyrirkomulagið sparað fjármuni fyrir félagið.

Björgunaraðgerð

Fjölmiðillinn Stundin tók málið upp á vefsíðu sinni – stundin.is – og taldi óeðlilegt að stjórnarformaður opinbers hlutafélags væri með eigið fyrirtæki í vinnu. Þar kom fram að lögmannsstofan Bonafide er í eigu Lúðvíks og Sigurvins Ólafssonar. Í greinni kemur fram að vinna Bonafide hafi komið til vegna þess að ekki hefði verið búið að ráða framkvæmdastjóra og ráðning Bonafide hafi verið björgunaraðgerð eins og Lúðvík kemst að orði.  Stundin leitaði jafnframt til bæjarstjóra Vestmannaeyja, Írisar Róbertsdóttur og óskaði eftir upplýsingum um þær fjárhæðir sem greiddar hefðu verið frá Herjólfi ohf. til Bonafide og gaf fjármálastjóri Vestmannaeyjabæjar þær upplýsingar.  

Formaðurinn hefur skilning á gagnrýni

Í grein Stundarinnar kemur fram að Lúðvík telur þessa tilhögun að nýta eigin lögmannsskrifstofu til vinnu fyrir opinber hlutafélag vera eitthvað sem hann skilur að sé gagnrýnt. Þá kemur fram að bæjarstjóri Vestmannaeyja hafði ítrekað gert athugasemdir við þetta verklag og talið það óeðlilegt.

Kosið var um gegnsæi og lýðræðisleg vinnubrögð

Elliði gagnrýnir í sinni grein að afhentar séu upplýsingar, gögn um greiðslur til Bonafide. Þetta virðist vera kjarninn í gagnrýni Elliða. Í því sambandi er rétt að benda á að sú kosningabarátta sem fram fór sl. vor vegna sveitarstjórnarkosninga í Vestmannaeyjum snérist að miklu leyti um gagnrýni á Elliða fyrir skort á gegnsæi og lýðræðisleg vinnubrögð.  Jafnframt tiltók nýr bæjarstjóri að slík vinnubrögð heyrðu fortíðinni til. Það hlýtur því að teljast til nokkurra tíðinda að Elliði gagnrýni núverandi stjórnendur fyrir að afhenda upplýsingar úr bókhaldi bæjarins og opinberu hlutafélagi í eigu þess. Elliði virðist telja að þessar upplýsingar hefðu átt að fara leynt.  

Ekki verið að brigsla um eitt eða neitt

En Elliði vísar til ljóðs Páls J. Árdals sem nokkuð hefur verið vísað til að undanförnu af ýmsum ástæðum. En er verið í máli þessu að brigsla eða rægja. Fjölmiðillinn Stundin bendir einfaldlega á þá staðreynd að óeðlilegt er að stjórnarformaður opinbers hlutafélags hafi eigið fyrirtæki í vinnu fyrir félagið. Stjórnarformaðurinn sjálfur tekur undir þessa gagnrýni og hefur skilning á henni. Afhentar eru umbeðnar upplýsingar. Það er ekki verið að brigsla um eitt eða neitt, það eru allir sammála um að þessi tilhögun er óeðlileg og gagnrýnisverð.  

Æskilegt að skilja innihaldið líka

Eyjar.net óskuðu í framhaldinu eftir frekari upplýsingum um greiðslur til Bonafide vegna vinnu við Herjólfsmálið og fengu þær upplýsingar afhentar og birtu. Þetta er lögum samkvæmt og á ekki að fara leynt. Jafnframt þar sem fram kom hjá stjórnarformanni að hvorki hann né aðrir hefðu fengið greiðslur vegna stjórnarsetu sinnar þá benti Eyjar.net á þá staðreynd að þetta helgaðist væntanlega að því að stjórnarmenn ættu inni stjórnarlaun en ekki því að þeir væru í sjálfboðavinnu eins og skilja mátti af svari stjórnarinnar.  Rétt er að taka það fram að ég tel mjög eðlilegt að stjórnarseta sé greidd en það er líka eðlilegt að greina frá því skýrt og skilmerkilega. Um það snýst málið og það er ágætt að setja fram fallegt ljóð en það er þá æskilegt að skilja innihaldið líka.

Ein af skyldum fjölmiðla

Eyjar.net mun halda áfram að kalla eftir upplýsingum úr sameiginlegum sjóðum bæjarbúa, hvort heldur frá sveitarfélaginu eða frá Herjólfi ohf. Það er ein af skyldum fjölmiðla að upplýsa almenning um sem flest og veita ríkjandi stjórnvöldum aðhald – bæði á sveitarstjórnarstigi sem og hjá ríkisvaldinu. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr.

 

Tryggvi Már Sæmundsson

Ritstjóri Eyjar.net

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.