Í samstarfi við Grunnskóla Vestmannaeyja munu nemendur elstu bekkinga skólans efna til bæjarstjórarfundar á sviðinu í aðalsal Kviku. Skipulag fundarins verður með sama hætti og á hefðbundinum bæjarstjórnarfundi.
Unga fólkið mun leggja fram tillögur, bókanir eða áskoranir til bæjarstjórnar. Fundurinn hefst kl. 12:00 og er áætlað að hann standi til kl. 13:30. Boðið verði upp á veitingar (pítsu eða samlokur) að loknum fundi.
Hægt að sjá útsendinguna frá fundinum hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst