Hátíðarfundur bæjarstjórnar vel sóttur

Í gær var haldinn hátíðarfundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að fyrsti fundur bæjarstjórnar var haldinn. Um áttatíu bæjarbúar mættu á fundinn þar sem samþykkt var hátíðarbókun auk þess sem farið var stuttlega yfir sögu bæjarfélagsins síðustu öldina.

Af fundi loknum var myndasýning þar sem farið var yfir söguna allt frá því að Vestmannaeyjabær öðlaðist kaupstaðarréttindi. Þá var formanni kvenfélagsins Líknar afhentur blómvöndur en félagið fagnaði 110 ára afmæli í gær.

Hátíðarsamþykktir bæjarstjórnar
Elís Jónsson, forseti bæjarstjórnar setti fund og fór yfir sögu samfélags og atvinnulífs Vestmannaeyja síðustu hundrað árin.
 
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri fór yfir sögu bæjarstjórnarkosninga og bæjarstjórna Vestmannaeyja.
 
Hildur Sólveg Sigurðardóttir bæjarfulltrúi fór yfir sögu og hlutverk Ráðhúss Vestmannaeyja frá byggingu þess til dagsins í dag. Hildur bar upp eftifarandi hátíðarsamþykkt bæjarstjórnar:
 
Hátíðarsamþykkt
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjakaupstaðar að halda áfram endurbótum á Ráðhúsi Vestmannaeyja við Stakkagerðistún með það að markmiði að húsið hljóti þann virðingarsess sem því sæmir og að innan veggja þess rúmist m.a. viðhafnarsalur og hluti safna Vestmannaeyjabæjar. Undirbúningur, áætlanagerð og nánari tillögur um framtíðarhlutverk hússins verði kynnt bæjarbúum haustið 2019. Áætlað er að endurbótunum ljúki á 3 árum.
 
Húsið var byggt sem Sjúkrahús Vestmannaeyja og var tekið í notkun 1928. Húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni þáverandi húsameistara ríkisins og var bygging þess mikið átak á sínum tíma. Húsið var gert að Ráðhúsi Vestmannaeyjabæjar 1977 að loknum miklum endurbótum, en þá hafði engin starfsemi verið í húsinu frá upphafi Heimaeyjargossins 23. janúar 1973 og starfsemi Sjúkrahússins flutti í nýtt húsnæði haustið 1974.Húsið gegndi hlutverki ráðhúss til haustsins 2016.
Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
 
Hátíðarbókun
Til máls tók Jóna Sigríður Guðmundsdóttir sem fór yfir sögu og hlutverk Kvenngélags Líknar og las upp eftirfarandi bókun bæjarstjórnar:
Kvenfélagið Líkn var stofnað þann 14. febrúar 1909, af þáverandi héraðslækni og 23 konum úr Vestmannaeyjum. Félagið fagnar því 110 ára afmæli sínu í dag. Líkn hefur starfað óslitið frá þeim tíma sem það var stofnað og í dag telur félagið 119 konur sem allar sinna líknarstörfum fyrir félagið í sjálfboðavinnu. Það er Vestmannaeyjabæ gríðarlega mikilvægt að starfsrækt sé félag sem sinnir störfum í þágu samfélagsins með þeim hætti sem Kvenfélagið Líkn hefur gert undanfarna öld og áratug betur.
 
Bæjarstjórn þakkar Kvenfélaginu Líkn og öðrum þeim sjálfboðaliðum sem komið hafa að starfi félagsins síðstu 110 árin, fyrir ómetanlegt framlag til samfélagsins og óskar félaginu til hamingju með þennan merka áfanga.

 

Hér fyrir neðan myndasyrpuna – má sjá upptöku frá fundinum.

Nýjustu fréttir

Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.