Í hádeginu í dag efndi unga fólkið í Vestmannaeyjum til bæjarstjórnarfundar. Fundurinn fór fram í Kviku – menningarhúsi og mætti á annað hundrað manns til að hlýða á kröfur unga fólksins. Fundurinn er liður í dagskrá afmælishátíðar Vestmannaeyjabæjar.
Bæjarfulltrúar unga fólksins stóðu sig með prýði og ræddu hin ýmsu mál sem eru samfélaginu brýn. Hér má nálgast upptöku frá fundinum.
Hér að neðan má sjá fundargerð frá fundinum.
Bæjarstjórn unga fólksins – 1. fundur
Bæjarstjórnar unga fólksins
Haldinn í sal menningarhússins Kviku
15. febrúar 2019 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu:
Ægir Freyr Valsson forseti, Guðbjörg Sól Sindradóttir bæjarstjóri, Eva Sigurðardóttir, Svala Guðný Hauksdóttir, Lísa Guðbjörnsdóttir, Alexander Júlíusson.
Fundargerð ritaði: Hinrik Ingi Ásgrímsson
Dagskrá:
Samgöngumál, gjaldskrá fyrir ungt fólk í flugi og gjaldskrá fyrir Vestmanneyinga í Herjólf.
Tillaga 1:
Að allir Vestmannaeyingar fái forgang í Herjólf innan ákveðins ramma ef pantað sé með ákveðið mörgum dögum á undan.
5 sammála
1 sátu hjá
Tillaga 2:
Að hvetja Flugfélagið Erni til þess að bjóða ungu fólki í Vestmannaeyjum skólaafslátt í flug t.d. með klippikortum.
5 sammála
1 sat hjá
Umræður um móttöku flóttamanna í Vestmannaeyjum.
Tillaga: Við hvetjum bæjarstjórn Vestmannaeyja til þess að skoða þann möguleika að taka á móti flóttamannafjölskyldum til Eyja. Mikilvægt sé að huga að öllum þáttum í þeirri vinnu. Takmarka hversu mörgum er boðið, finna húsnæði fyrir fjölskyldurnar og aðstoða þær við að aðlagast samfélaginu.
3 sammála
3 sátu hjá
Umræður um afþreyingu fyrir ungt fólk í Vestmannaeyjum. Hugmyndir um afþreyingu eins og mini golf, lazer-tag, paint ball og keilu.
Tillaga:
Bæjarstjórn unga fólksins hvetur bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Vestmannaeyja að skoða að bjóða upp á meiri afþreyingu í Vestmannaeyjum. Við hvetjum til þess að fundið verði húsnæði fyrir slíka afþreyingu og m.a. fengið fyrirtæki eins og pizzastað í samstarf sem gæti verið að störfum í sama húsnæði. Einnig væri hægt að nýta húsnæðið undir starfið sem er í félagsmiðstöð.
Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum
Umræður um framboð í íþróttum fyrir ungt fólk í Vestmannaeyjum.
Niðurstaða:
Bæjarstjórn unga fólksins vill hvetja til frekar framboð í íþróttum í Vestmannaeyjum.
Umræður um betri borð og stóla fyrir nemendur í Grunnskóla Vestmannaeyja.
Tillaga:
Bæjarstjórn unga fólksins vill að húsbúnaður eins og borð og stólar verði endurnýjað í GRV. Mikilvægt er að hafa í huga þægindi húsbúnaðarins t.d. þannig að stólar og borð séu hækkanleg eða lækkanleg. Bæjarstjórn unga fólksins hvetur Bæjarstjórn Vestmannaeyja til þess að skoða þessi mál til hlítar og setja pening í skólann fyrir þetta.
Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum
Fleira ekki gert, fundi skitið kl. 12:22
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst