Málþing um Vestmannaeyjar í 100 ár
Vestmannaeyjahöfn var dæmd til að greiða miskabætur auk málskostnaðar. Ljósmynd/Gunnar Ingi Gíslason

Á morgun, sunnudag verður opið málþing í bíósal Kviku; Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja, tækifæri og ógnanir. Á málþingið mæta áhugaverðir fyrirlesarar en yfirskrift málþingsins er Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja, tækifæri og ógnanir.

Málþingið hefst kl. 14.30 og stendur til 16.30. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri setur málþingið. Húsið opnar kl. 14.00 og munu rúlla 200 ljósmyndir úr sögu Vestmannaeyja á tjaldi, hinar sömu og voru sýndar á hátíðarbæjarstjórnarfundinum á fimmtudaginn sl.

Frummælendur eru: 

  • Dr. Ágúst Einarsson, prófessor og fyrrverandi rektor Haskólans á Bifröst sem talar um samspil atvinnulífs og menningar.
  • Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar talar um tækifærin sem liggja í ferðaþjónustunni.
  • Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, frumkvöðull og stofnandi Protis ehf. á Sauðárkróki ræðir mikilvægi vísinda og nýsköpunar í sjávarútvegi.
  • Ásgeir Jónsson, adjunkt við Háskólann í Reykjavík og umsjónarmaður Haftengdrar nýsköpunar segir frá nýsköpun og menntun í Bláa hagkerfinu.
  • Tryggvi Hjaltason, senior Strategist hjá CCP og formaður Hugverkaráðs spyr: Hvernig átt þú að tryggja að Vestmananeyjar sigri framtíðina

Málþingsstjóri er Sara Sjöfn Grettisdóttir, ritstjóri Eyjafrétta. Þingið er öllum opið og verður áhugavert að heyra mat fyrirlesara á stöðu Vestmannaeyja í dag og hvaða möguleika þau sjái framundan. Kaffi og konfekt í lok málþings.

Þess má geta að málþingið verður sent út í beinni útsendingu. Áhugasamir geta séð útsendinguna hér á Eyjar.net.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.