Á morgun, sunnudag verður opið málþing í bíósal Kviku; Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja, tækifæri og ógnanir. Á málþingið mæta áhugaverðir fyrirlesarar en yfirskrift málþingsins er Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja, tækifæri og ógnanir.
Málþingið hefst kl. 14.30 og stendur til 16.30. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri setur málþingið. Húsið opnar kl. 14.00 og munu rúlla 200 ljósmyndir úr sögu Vestmannaeyja á tjaldi, hinar sömu og voru sýndar á hátíðarbæjarstjórnarfundinum á fimmtudaginn sl.
Frummælendur eru:
Málþingsstjóri er Sara Sjöfn Grettisdóttir, ritstjóri Eyjafrétta. Þingið er öllum opið og verður áhugavert að heyra mat fyrirlesara á stöðu Vestmannaeyja í dag og hvaða möguleika þau sjái framundan. Kaffi og konfekt í lok málþings.
Þess má geta að málþingið verður sent út í beinni útsendingu. Áhugasamir geta séð útsendinguna hér á Eyjar.net.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.