Á sunnudaginn sl. var málþing undir yfirskriftinni „Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja, tækifæri og ógnanir”. Var þetta liður í afmælisdagskrá Vestmannaeyjabæjar. Tæplega hundrað manns mættu á málþingið sem haldið var í Kviku.
Frummælendur á málþinginu voru:
- Dr. Ágúst Einarsson, prófessor og fyrrverandi rektor Haskólans á Bifröst sem talar um samspil atvinnulífs og menningar.
- Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar talar um tækifærin sem liggja í ferðaþjónustunni.
- Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, frumkvöðull og stofnandi Protis ehf. á Sauðárkróki ræðir mikilvægi vísinda og nýsköpunar í sjávarútvegi.
- Ásgeir Jónsson, adjunkt við Háskólann í Reykjavík og umsjónarmaður Haftengdrar nýsköpunar segir frá nýsköpun og menntun í Bláa hagkerfinu.
- Tryggvi Hjaltason, senior Strategist hjá CCP og formaður Hugverkaráðs spyr: Hvernig átt þú að tryggja að Vestmananeyjar sigri framtíðina.
Hér að neðan má sjá myndbönd frá hverjum og einum frummælanda. Það var Halldór B. Halldórsson sem tók saman.