Gíslataka
12. apríl, 2019

Aldrei hefði mér dottið í hug að ég yrði gísl. Að einhverjir sperðlar gerðu líf mitt að sinni féþúfu og ég kæmist ekki spönn frá rassi án þess að fyrir mig yrði greitt lausnargjald.

Í Póllandi liggur ferja við festar, ferjan sem á að flytja mig þennan litla spöl upp í Landeyjar, spöl sem Landeyingar réru á árabátum á árum áður á vertíð út í Eyjum.  Þarlendir vilja ekki sleppa hendi af ferjunni góðu, já þessari sem var hönnuð á Íslandi, já þessari sem mátti ekki vera nema 66 metra löng, já þessari sem pólverjarnir þurftu að endurhanna, já þessa sem pólverjarnir þurftu að lengja svo hún stæðist þær kröfur að  geta flotið létt yfir sandinn botninn í Landeyjum. Ferjan góða er ekki væntanleg í bráð því pólverjarnir telja okkur skulda sér eitt þúsund og tvöhundruð spesíur, en við teljum að þeir skuldi okkur tvöhundruð af því að þeir voru svo lengi að negla hana saman.

Snillingunum hjá Vegagerðinni þótti engin ástæða til þess að kaupa sér 4ra klukkutíma flug með Wizzair eða Lot fyrir einar tuttugu og sex þúsund krónur báðar leiðir, já svona aðeins meira en fyrir 16 mínútna flug aðra leiðina frá henni Reykjavík til eyjarinnar fögru í suðri, Heimaey. Þeir sendu strax lögfræðingateymi frá okkar gömlu höfuðborg, Kaupmannahöfn til skrafs og ráðagerða. Mér skilst að lögfræðingar í Danmörku séu næstum því ókeypis, annað en bölvaður melurinn hann Sveinn Andri, sem er tuttugu og fimm sinnum dýrari en tvöþúsundkallinn Ástþór Magnússon. Já, skrýtið á Íslandi.

Í ríki Maós formanns, Kína, bíða tveir hvalir í gíslingu, þeir eru í gíslingu fyrirtækis í Reykjavík sem hangir á samningi við Vegagerðina sem þeir fengu vegna þess að illa upplýstur embættismaður gekk þannig frá útboðsgögnum að þeir gátu smeigt sér inn í tilboð um dýpkun Landeyjahafnar með ónýtum búnaði. Þjáningar Eyjamanna skipta ekki miklu máli meðan gullið klingir í kassanum þeirra í ofsafengnum dansi við gullkálfinn. Það er tiltölulega auðvelt að flytja hvalina frá Shanghai, 8947 kílómetra. Það er einnig litlum vandræðum háð að aka frá Keflavík til Landeyjahafnar, eina 169 kílómetra. Vandamálið eru 11 kílómetrar frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja. Takk Björgun, takk Vegagerð eða á ég að segja skammist ykkar?

Ekki veit ég hvað olli því að útböðsgögn vegna dýpkunar Landeyjahafnar voru það meingölluð að Björgun gat smeigt sér inn með ruslið sitt, þrátt fyrir kröftug mótmæli bæjastjórnar Vestmannaeyja. Læðist að mér sá grunur að sá sem kom þessu í gegn sitji nú á sólarströnd með fjölskyldu sinni og hugsi hlýtt til sanddælinga.

En Landeyjahöfn og ferjunni er ekki eingöngu haldið í gíslingu. 4300 manns er haldið í gíslingu. Fjöldi fyrirtækja í Eyjum er haldið í gíslingu. Geðheilsu þeirra sem treysta á þau loforð sem gefin voru fyrir 10 árum af opinberri stofnun og landfeðrunum er haldið í gíslingu, harðduglegt fólk sem lagði allt sitt undir til að taka á móti væntanlegum gestum eyjanna, túristunum.

Þorsteinn Vilhelmsson stjórnarformaður Björgunar og Lárus Dagur Pálsson framkvæmdastjóri Björgunar. Allir Vestmannaeyingar vita að þið buðuð langt undir kostnaðarverð í þessa dýpkun vegna þess að belgarnir voru farnir að dýpka annars staðar á Íslandi með sínum öflugu tækjum. Þið þurftuð að losna við þá sem samkeppnisaðila. Skömm ykkar er mikil. Vegna græðgi ykkar er þetta byggðarlag í molum. Fólk er að tapa eigum sínum, fyrirtæki eru að leggja upp laupana vegna græðgi ykkar.

Auðvitað haldið þið uppteknum hætti, felið ykkur í myrkum skúmaskotum þagnarinnar. Þar líður ykkur best. Það eina sem við fáum að heyra er að óvandaður embættismaður Vegagerðarinnar hafi svikið ykkur inn á okkur. Það er komið nóg.

Kristinn Guðbrandsson var forstjóri Björgunar um áratuga skeið. Hann var landsfrægur fyrir afrek sín á sviði björgunar, bjargaði 80 skipum sem strandað höfðu, flest við suðurströnd landsins. Hann var áræðinn ævintýramaður sem heillaði þjóðina þegar hann ásamt félögu sínum árið 1970 hóf að leita gullskipsins Het Wapen Van Amsterdam. Áratugum saman var skrifstofa þessa virta fyrirtækis í skúr við Vatnagarða. Allt heimsins prjál snerti hann ekki. Hann þurfti ekki skrifstofu á við einbýlishús eða annan flottræfilshátt. Þannig eru sumir menn, stórir af sjálfum sér. Stórhuga maður eins og Kristinn hefði frá upphafi boðið okkur upp á það besta sem völ var á, en vikið undan ella.

Þið forráðamenn Björgunar. Hvernig væri að sýna stórhug og drenglyndi, viðurkenna vanmátt ykkar og eftirláta verkið þeim sem hafa dug og búnað til að sinna því og hafa í gegnum árin öðlast trú og traust samfélagsins í Vestmannaeyjum. Þið Björgunarmenn eigið langt í land að ná þeim árangri.

 

Alfreð Alfreðsson

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Fors 10 Tbl 2025
10. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.