Í dag var unnið að því að rétta af M/B Blátind úti á Skansi, en báturinn fór af stað úr sætinu sem steypt var undir hann síðastliðinn vetur. Þá er búið að mála Blátind og lagfæra.
Setning Goslokahátíðar verður haldin á Skansinum á föstudaginn, auk þess sem hluti af barnadagskránni verður á svæðinu. Ljósmyndari Eyjar.net smellti nokkrum myndum af, þegar verið var að vinna í að rétta bátinn af síðdegis í dag.
Fleiri fréttir af Goslokahátíðinni og 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar má lesa hér.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst