Fjör dagsins hófst á golfvellinum klukkan 10.00 í morgun þegar ræst var út í Volcano Open golfmótinu. Milli klukkan klukkan 16.30 til 17.15 verður 100 ára afmælishátíð Vestmannaeyjabæjar og setning Goslokahátíðar á Skanssvæðinu með stuttum ávörpum og tónlist.
Frá klukkan 13.00 til 15.00 verður opið hús í Heimaey, vinnu- og hæfingarstöð. Handverk og kerti til sölu. Í sal Tónlistarskólans klukkan 16.00 verður opnun á sýningu Myndlistarfélags Vestmannaeyja, Vestmannaeyjabær 100 ára. Klukkan 17.15 er það Veituhúsið á Skansinum þar sem Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir og Sung Beag opna listsýninguna „Náttúruhamfarir“. Gjörningur Sung Beag við opnun.
Leikhópurinn Lotta, Litla hafmeyjan á Skanssvæðinu í boði Ísfélagsins frá klukkan 15.30 til 16.30. Á eftir verður Cirkus Flik Flak meðal áhorfenda á afmælis- og setningarhátíðinni á Skanssvæðinu.
Klukkan 21:00 til 23:00 er Pop quiz í Tónlistarskólanum, ætlað 13 til 17 ára og svo eru það stórtónleikarnir í Íþróttamiðstöðinni klukkan 18.00 og 21.00.
Klukkan 23:00 og fram á nótt verða Kiddi Bjarna og Guðni með fjöldasöng og fjör á Kaffi Varmó við Strandveg.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst