Áfram heldur dagskrá Goslokahátíðar í dag, laugardag. Meðal efnis á dagskránni í dag er ferð á Heimaklett, sögusýning, Eyjahjartað, sundlaugardiskó með Ingó Veðurguði, Eyjalög og sing-along í krónum í Skvísusundi, svo fátt eitt sé nefnt. Dagskrá dagsins lítur annars svona út:
Laugardagur 6. júlí
Kl. 08:30- Golfvöllurinn – Volcano open (fyrri ráshópur kl. 08:30, seinni kl. 13:30).
Kl. 11:00-13:00 Ferð á Heimaklett undir leiðsögn Óla Týs ef veður leyfir.
Kl. 16:00-18:00 Pepsídeild karla í knattspyrnu: ÍBV-KR.
Sýningar, dagskrár og kynningar:
Kl: 13:00-17:00 Þekkingasetur Vestmannaeyja Ægisgötu 2, 2. hæð: „Gakktí Bæinn“. Kristinn Pálsson opnar sögusýningu grafískra verka um arkitektúr og byggingarsögu Vestmannaeyja.
Kl 13:00-16:00 Opið hús hjá Frímúrurum í tilefni af 100 ára afmæli reglunnar.
Kl. 13:00-18:00 Hippakot og garðurinn við Vestmannabraut 69 „Músik, myndlist, mósaík“.
Kl: 13:00-14:30 Einarsstofa í Safnahúsi: „Eyjahjartað“. Að þessu sinni eru sagnafólkið þau Edda Andrésdóttir, Helgi Bernódusson, Inga Jóna Hilmisdóttir og Sigurjón Guðmundsson.
Kl. 14:00-16:00 Við Safnahúsið: Fornbílasýning Bifreiðaklúbbs Suðurlands og nokkurra Eyjamanna.
Kl. 15:00-16:00 Sagnheimar, þjóðhátíðartjald: Sögur útgáfa og Laufey Jörgensdóttir kynna Undurfagra ævintýr, þjóðhátíðarlög Vestmannaeyja 1933-2019. Bókin kemur út fyrir næstu Þjóðhátíð.
Kl. 17:00-18:00 Eldheimar: Jón Óskar spjallar og situr fyrir svörum um verk sín.
Barna- og unglingadagskrá
Kl. 11:00-12:00 Dorgveiðikeppni á Nausthamarsbryggju á vegum SJÓVE.
Kl. 12:00-13:00 Sundlaugardiskó með Ingó Veðurguði.
Kl. 13:00- Sprell – leiktæki á bílaplani Geisla við Stakkagerðistún.
Kl. 13:30-15:30 Grill- og götustemning við Bárugötu í boði Landsbankans. Tríó Þóris Ólafssonar, grill, pylsur, blöðrur, skólahreystibraut, hoppukastalar og margt fleira.
Kl. 15:30-16:30 Brekkusöngur og flipp með Ingó Veðurguði við Bárustíg.
Fullorðinsdagskrá
Kl. 23:00-01:00 Eyjalög og sing-along í krónum í Skvísusundi: Eymannafélagið, Kókos og Leó Snær koma fram.
Kl. 00:00-03:30 Áfram heldur stemningin með dansleik á Skipasandi. Hljómsveitirnar Brimnes og Merkúr á útisviði. Ingó Veðurguð í Gírkassahreppi. Captain Morgan spilar í Rabbakró. Opnar krær í kring og veitingasala á svæðinu.
Sýningar og endurteknir viðburðir eru á eftirfarandi tímum:
Akóges – föstudag til sunnudags kl. 13:00-18:00. Sigurfinnur Sigurfinnsson.
Café Varmó – föstudag til sunnudags kl. 11:00-18:00. Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir.
Einarsstofa/Sagnheimar – föstudag til sunnudags kl. 10.00-17:00. Hulda Hákon og Jón Óskar.
Eldheimar – föstudag til sunnudags kl. 09:00-18:00. Jón Óskar.
Flugstöðin – föstudag til sunnudags kl. 09-19:00. Tolli Morthens.
Landlyst og Stafkirkjan – alla daga kl. 10:00-17:00. Ókeypis aðgangur.
Safnaðarheimilið – föstudag til sunnudags kl. 13:00-18:00. Gíslína Dögg Bjarkadóttir.
Salur Tónlistarskólans – laugardag og sunnudag kl. 14:00-18:00. Myndlistarfélag Vestmannaeyja.
Cratious-króin á Skipasandi – föstudag 14:00-18:00 og laugardag kl. 14:00-00:00. Viðar Breiðfjörð.
Sunna spákona í Eymundsson – fimmtudag og föstudag kl. 09:00-18:00, laugardag kl. 10:00-16:00.
Svölukot – föstudag til sunnudags kl. 13:00-18:00. Svavar Steingrímsson.
Veituhúsið á Skansinum – laugardag og sunnudag kl. 14:00-18:00. Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir og Sung Beag.
Þekkingarsetur Vestmannaeyja – laugardag og sunnudag kl. 13:00-18:00. Kristinn Pálsson.
Fleiri fréttir af Goslokahátíðinni og 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar má lesa hér.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst