Áfram heldur dagskrá Goslokahátíðar í dag, laugardag. Meðal efnis á dagskránni í dag er ferð á Heimaklett, sögusýning, Eyjahjartað, sundlaugardiskó með Ingó Veðurguði, Eyjalög og sing-along í krónum í Skvísusundi, svo fátt eitt sé nefnt. Dagskrá dagsins lítur annars svona út:
Laugardagur 6. júlí
Kl. 08:30- Golfvöllurinn – Volcano open (fyrri ráshópur kl. 08:30, seinni kl. 13:30).
Kl. 11:00-13:00 Ferð á Heimaklett undir leiðsögn Óla Týs ef veður leyfir.
Kl. 16:00-18:00 Pepsídeild karla í knattspyrnu: ÍBV-KR.
Sýningar, dagskrár og kynningar:
Kl: 13:00-17:00 Þekkingasetur Vestmannaeyja Ægisgötu 2, 2. hæð: „Gakktí Bæinn“. Kristinn Pálsson opnar sögusýningu grafískra verka um arkitektúr og byggingarsögu Vestmannaeyja.
Kl 13:00-16:00 Opið hús hjá Frímúrurum í tilefni af 100 ára afmæli reglunnar.
Kl. 13:00-18:00 Hippakot og garðurinn við Vestmannabraut 69 „Músik, myndlist, mósaík“.
Kl: 13:00-14:30 Einarsstofa í Safnahúsi: „Eyjahjartað“. Að þessu sinni eru sagnafólkið þau Edda Andrésdóttir, Helgi Bernódusson, Inga Jóna Hilmisdóttir og Sigurjón Guðmundsson.
Kl. 14:00-16:00 Við Safnahúsið: Fornbílasýning Bifreiðaklúbbs Suðurlands og nokkurra Eyjamanna.
Kl. 15:00-16:00 Sagnheimar, þjóðhátíðartjald: Sögur útgáfa og Laufey Jörgensdóttir kynna Undurfagra ævintýr, þjóðhátíðarlög Vestmannaeyja 1933-2019. Bókin kemur út fyrir næstu Þjóðhátíð.
Kl. 17:00-18:00 Eldheimar: Jón Óskar spjallar og situr fyrir svörum um verk sín.
Barna- og unglingadagskrá
Kl. 11:00-12:00 Dorgveiðikeppni á Nausthamarsbryggju á vegum SJÓVE.
Kl. 12:00-13:00 Sundlaugardiskó með Ingó Veðurguði.
Kl. 13:00- Sprell – leiktæki á bílaplani Geisla við Stakkagerðistún.
Kl. 13:30-15:30 Grill- og götustemning við Bárugötu í boði Landsbankans. Tríó Þóris Ólafssonar, grill, pylsur, blöðrur, skólahreystibraut, hoppukastalar og margt fleira.
Kl. 15:30-16:30 Brekkusöngur og flipp með Ingó Veðurguði við Bárustíg.
Fullorðinsdagskrá
Kl. 23:00-01:00 Eyjalög og sing-along í krónum í Skvísusundi: Eymannafélagið, Kókos og Leó Snær koma fram.
Kl. 00:00-03:30 Áfram heldur stemningin með dansleik á Skipasandi. Hljómsveitirnar Brimnes og Merkúr á útisviði. Ingó Veðurguð í Gírkassahreppi. Captain Morgan spilar í Rabbakró. Opnar krær í kring og veitingasala á svæðinu.
Sýningar og endurteknir viðburðir eru á eftirfarandi tímum:
Akóges – föstudag til sunnudags kl. 13:00-18:00. Sigurfinnur Sigurfinnsson.
Café Varmó – föstudag til sunnudags kl. 11:00-18:00. Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir.
Einarsstofa/Sagnheimar – föstudag til sunnudags kl. 10.00-17:00. Hulda Hákon og Jón Óskar.
Eldheimar – föstudag til sunnudags kl. 09:00-18:00. Jón Óskar.
Flugstöðin – föstudag til sunnudags kl. 09-19:00. Tolli Morthens.
Landlyst og Stafkirkjan – alla daga kl. 10:00-17:00. Ókeypis aðgangur.
Safnaðarheimilið – föstudag til sunnudags kl. 13:00-18:00. Gíslína Dögg Bjarkadóttir.
Salur Tónlistarskólans – laugardag og sunnudag kl. 14:00-18:00. Myndlistarfélag Vestmannaeyja.
Cratious-króin á Skipasandi – föstudag 14:00-18:00 og laugardag kl. 14:00-00:00. Viðar Breiðfjörð.
Sunna spákona í Eymundsson – fimmtudag og föstudag kl. 09:00-18:00, laugardag kl. 10:00-16:00.
Svölukot – föstudag til sunnudags kl. 13:00-18:00. Svavar Steingrímsson.
Veituhúsið á Skansinum – laugardag og sunnudag kl. 14:00-18:00. Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir og Sung Beag.
Þekkingarsetur Vestmannaeyja – laugardag og sunnudag kl. 13:00-18:00. Kristinn Pálsson.
Fleiri fréttir af Goslokahátíðinni og 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar má lesa hér.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.