Í gær var Goslokahátíðin formlega sett í blíðskaparveðri á Skansinum. Dagskráin hófst með sýningu fyrir yngstu kynslóðina og í framhaldi af henni hófst afmælishátíð Vestmannaeyjabæjar og setning Goslokahátíðar.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsáðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- sveitastjórnarráðherra, Eliza Reid forsetafrú, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, Arnar Sigurmundsson f.h. afmælisnefndar og Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur, ávörpuðu viðstadda.
Þá léku Lúðrasveit Vestmannaeyja, Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar nokkur lög. Krakkar úr Cirkus Flik Flak sýndu listir sínar meðan á hátíðinni stóð.
Dagskrá hátíðarinnar heldur áfram í dag og hér má sjá dagskrá dagsins. Ljósmyndari Eyjar.net smellti myndum frá hátíðinni sem sjá má hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst