Sæmdarhjónin og listafólkið Helga Jónsdóttir og Arnór Hermannsson slá upp menningarhátíð heima hjá sér að Vestmannabraut 69 í dag, laugardag frá klukkan 13.00 til 18.00.
Litlu listahátíðina kalla þau Myndir, músík og mosaík sem haldin verður í garðinum hjá Helgu og Arnóri. Þar sýna þrír myndlistamenn, Arnór, Helga og Hermann Ingi Hermannsson.
Tónlistarfólkið sem kemur fram eru Helgi Hermannsson og Heiða Hlín Arnardóttir og ekki ólíklegt að Helga og Arnór taki lagið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst